Þrepaskipt áfangaheimili er dagsetur, áfangaheimili og félagsheimili með langtíma virkni- og stuðningsúrræði.
Þrepaskipt áfangaheimli Kærleikssamtakanna (KLS) byggir á 3 úrræðum þar sem veittur er margvíslegur stuðningur og utanumhald fyrir einstaklinga. Allt starf KLS byggir á virkni- og stuðningsúrræði þeirra sem hægt er að lesa um hér.
KLS var með starfsrækt áfangaheimili árið 2020 í 500fm einbýli í Reykjavík en misstu húsnæðið í lok janúar 2021. Alveg frá árinu 2017 hafa samtökin fjallað um að samhliða áfangaheimili þurfi að vera staður þar sem einstakingar geta haft eitthvað fyrir stafni, þá var talað um verndaðan vinnustað en árið 2022 þegar KLS varð fta félag (almannaheillafélag) þá var ákveðið að breyta því í félagsheimili með starfstöðvum.
Eins og kemur fram í umfjöllun "Um KLS" þar sem saga samtakanna er sögð frá upphafi (2004), þá störfuðu samtökin út á götu árin 2018-19 áður en áfangaheimilið var opnað. Þannig höfðu þau kynnst fjölmörgum heimilislausum einstaklingum og myndað tengsl. Margir þeirra fluttu inn á áfangaheimilið beint af götunni eða úr bílnum. Auðvitað var drykkja og neysla einstaklinganna vandamál, þ.e. breytt hegðun þegar fólk er í neyslu sem og að geta ekki tekið þátt í verkefnum. Þó nokkuð margir vísuðu sjálfum sér úr húsinu með því að virða ekki rammann sem fólk var beðið að fara eftir. Reynt var eftir fremsta megni að ná til fólks og gefa all mörg færi á að breyta, sækja um meðferð og sýna vilja til að komast út úr neyslunni. Þegar ljóst var að einstaklingur ætlaði ekkert að leggja á sig þá var grundvöllur til þess að vera áfram í húsinu ekki lengur til staðar - þar sem grundvöllurinn er að vilja breyta aðstæðum sínum með sýnilegri virkni, þátttöku og þiggja stuðning til þess.
Það sem stóð upp úr á þessu ári var sú nálgun sem var notast við, þ.e. mannleg nálgun og stuðningur við einstaklinga þar sem þeir voru staddir, skilaði sér í nýjum og dýpri skilningi fyrir einstaklingana. Þeir kynntust því að borin var virðing fyrir aðstæðum þeirra, þeir voru aðstoðaðir þó þeir væru í neyslu, með röfl eða neikvæða hegðun (upp að vissu marki) og þeir fengu stuðning við að sinna sínum málum sem þeir áttu erfitt með út af ástandi sínu. Traust byggðist fljótt upp bæði þegar við störfuðum út á götu og á áfangaheimilinu. Auðvitað voru sumir ósáttir og sérstaklega þegar þeim var gerð grein fyrir því að þeir væru sjálfir búnir að vísa sér úr húsinu með framkomu og hegðun sem var langt út fyrir rammann sem var leiðarvísir svo að allir í húsinu hefðu tækifæri til að breyta aðstæðum sínum. All margir komu aftur í hús eftir að hafa þurft að yfirgefa áfangaheimilið því öllum stóð til boða annað tækifæri. Stundum gekk það upp en stundum ekki. Þegar áfangaheimilinu lokaði, var öllum í húsi tryggt herbergi á öðru áfangaheimili og haldið var áfram að aðstoða þá sem vildu og enn í dag eru sumir þeirra félagsmenn KLS.
Hér er hægt að skoða kynningu á úrræðinu frá 2018.
Hér er hægt að skoða átakið Réttur til heimilis frá 2018.
Hér er hægt að skoða kynningu á Vernduðum vinnustað frá 2018.
Í dag, árið 2024, eru áherslur KLS enn þær sömu er varða heimilisleysi á Íslandi. Það er hægt að uppræta heimilisleysi en til þess þarf átak. Þetta átak stækkar sífellt eftir því sem fleiri verða heimilislausir. Það þarf að fylgja einstakingum eftir í nokkur ár til þess að þeir eigi möguleika á að breyta raunverulega um stefnu og ná fótfestu í lífinu.
Reykjavíkurborg hefur gert nokkrar kannnir á fjölda heimilislausra í Reykjavík og er athyglisvert að lesa sig til um það, með það fyrir augum að velferðarsviðið viðurkennir ekki raunverulegan fjölda heimilislausra einstaklinga. Til að mynda voru tölur þeirra mun lægri en manntal Hagstofunnar gefur til kynna, s.s. árið 2004 voru skráðir heimilislausir í Rvk. 47 einstaklingar, 49 einstaklingar árið 2005, 179 einstaklingar árið 2012, 349 einstaklingar árið 2017 en síðan er sagt að heimilislausum hafi fækkað og hafi verið ríflega 300 árið 2021. Heimilislausum hafði fjölgað um 95% milli áranna 2012-2017.
Hins vegar kemur fram í manntali frá Þjóðskrá árið 2011, að 761 einstaklingar væru heimilislausir, þarf af 111 alveg heimilislausir og 650 í húsnæðishraki. Þetta ár voru 328 manns skráðir með ótilgreint heimilisfang hjá Þjóðskrá. Þegar næsta manntal var gert árið 2021, voru 1.272 einstaklingar heimilislausir, þarf af 194 alveg heimilislausir og 1.078 í húsnæðishraki. Þetta ár voru 2.919 manns skráðir með ótilgreint heimilisfang hjá Þjóðskrá og ógjörningar var að finna heimilisfang 2.186 einstaklinga. Flestir voru þeir einstæðingar utan fjölskyldu.
SÁÁ lagði fram þær upplýsingar á fundi velferðarsviðs Reykjavíkurborg með félagasamtökum í ágúst 2018, að samkvæmt þeirra tölum um einstaklinga sem komu í áfengis- eða vímefnameðferð, voru 629 einstaklingar höfðu ekki húsnæði til umráða árið 2017.
Árin 2018-19 þegar KLS starfaði út á götu, var augljóst að mikil aukning hafði orðið á heimilisleysi sem og hvar fólk hélt til, s.s. mun fleiri bjuggu í bíl eða hljólhýsi. Á þessum tíma reyndi Reykjavíkurborg mikið að leysa upp þá stöðu sem hafði myndast á tjaldsvæðinu í Laugardal með ýmsum ráðum, þeim sem voru á bíl/húsbíl var reynt að ýta upp í Víðines sem opnaði í lok árs 2017, en þeir sem voru í tjaldi voru hraktir burt vegna þess að þeir gátu ekki borgar og/eða voru í neyslu á svæðinu. Það var erfitt að horfa upp á að lögregla mætti um hábjartan dag til að reka burt unga konu í tjaldi, biðu á meðan hún pakkaði dótinu sínu niður og ráku af svæðinu. Margir læddust inn á svæðið um miðnætti, jafnvel bara með svefnpoka, til að hvílast og komast á salerni og í sturtu. Lausn Reykjavíkurborgar var að koma á öryggiskerfi, sem sagt læsa salernum/sturtum og hafa öryggisvörð sem vísaði þessum einstaklingum burt.
Ljóst er að þau úrræði sem til eru í dag eða það húsnæði sem er í boði fyrir heimilislausa einstaklinga nær engan veginn að hýsa alla. Síðan er ekki nóg að veita húsnæði því t.d. ílengjast einstaklingar eða eru fastir á áfangaheimilum því það vantar að byggja upp fótfestu, að hafa eitthvað fyrir stafni, að vinna úr áföllum, byggja upp og sinna heilsu sinni, fjármálum, áhugamálum og fjölskyldutengslum. Það er því langt í land að verði sé að hlúa að heimilislausum einstaklingum á Íslandi - enda hefur þeim fjölgað töluvert síðustu árin.
♥ ♥ ♥
Til að koma þrepaskipt áfangaheimili Kærleikssamtakanna á laggirnar þarf fjármagn frá styrktaraðilum.
Dagsetur.
Áfangaheimili.
Til að styrkja þetta verkefni með einni greiðslu er hægt að leggja inn á reikning KLS - kt. 561215-1030 reikningur 0515-26-151030 - eða greiða með kreditkorti með því að fylla út formið undir Styrktarleið 4.
Til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili er hægt að setja upp "endurteknar millifærslur" í heimabankanum sínum eða fylla út form til að greiða með kreditkorti, sjá nánar undir Styrktarleið 3.
Styrkir á bilinu 10-350.000 kr. (á almanaksári) til Kærleikssamtakanna veita skattaafslátt þar sem félagið er skráð í almannaheillaskrá hjá Ríkisskattstjóra.
♥ ♥ ♥
Félagsheimili.
Markmið KLS eru að:
Félagsheimili er staður þar sem markvisst er unnið að því að rjúfa félagslega einangrun.
Félagsheimili er fyrir einstaklinga sem búa við ótryggt húsnæði, s.s. búa á áfangaheimilum, inn á öðrum, sem búa í félagslegu húsnæði eða eigin húsnæði og eru félagslega einangraðir.
Félagsheimili þar sem er félagsstarf, fyrirlestrar, námskeið, vinnustofur, viðtöl, áfallameðferð og heitur matur.
Stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem eru ekki með fíknivanda eru félagslega einangraðir, yfirleitt sökum fátæktar og/eða vegna geðræns vanda sökum áfalla og erfiðara aðstæðna.
Til að styrkja þetta verkefni með einni greiðslu er hægt að leggja inn á reikning KLS - kt. 561215-1030 reikningur 0515-26-121510.
Til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili er hægt að setja upp "endurteknar millifærslur" í heimabankanum sínum og er að finna leiðbeiningar til þess hér undir Styrktarleið 3.
Greiðslur með kreditkorti eru eingöngu í boði til að styrkja dagsetur og áfangaheimili þar sem allar greiðslur sem fara í gegnum formið undir Styrktarleið 3 og 4 fara sjálfskrafa inn á þann reikning hjá KLS.
Kærleikssamtökin þakka kærlega fyrir alla styrki og er þeim varið í tilgang og markmið félagsins sem geta verið mismunandi verkefni hverju sinni. Unnið er uppbyggilegt starf sem felst í að aðstoða einstaklinga aftur af stað út í lífið.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥