Samskiptarammi milli sjálfboðaliða og félagsmanna KLS

Tilgangur sjálfboðaliða, er aðstoða og styðja félagsmenn eftir fyrirfram ákveðnu samkomulagi, eigin getu hverju sjálfboðaliðans sinni sem og þörf félagsmannsins sem þiggur aðstoð og stuðning.

Markmiðið er ávallt það sem starf KLS gengur út á, þ.e. að fyrirbyggja eða rjúfa félagslega einangrun og styðja viðkomandi til virkni.

Það að aðstoða félagsmann felur í sér samstarf beggja aðila.

Báðir aðilar eru beðnir að fara eftir og virða þennan samskiptaramma. Atriði sem skipta máli:

  • Sjálfboðaliði starfar fyrir og á vegum KLS skv. sjálfboðaliðasamningi - því er eingöngu einstaklingi með slíkan samning heimilt að aðstoða, styðja, skutla og rukka annan félagsmann um bensíngjald út frá virkni- og stuðningsúrræði KLS.
  • Sjálfboðavinna er ekki þjónusta þar sem KLS er ekki þjónustuaðili.
  • Sjálfboðaliði skutlar, aðstoðar og styður félagsmann þegar hann sjálfur getur. Hann er ekki skuldbundin til að ganga í öll verkefni sem hann er beðin um. Hann getur sagt nei án þess að þurfa að skýra það nánar. Hann skutlar, aðstoðar og styður þegar og ef hann getur og treystir sér.
  • Sjálfboðaliða er óheimilt að lána peninga til félagsmanns sem hann aðstoðar skv. samningi KLS.
  • Sjálfboðaliða ber að taka bensíngjald fyrir skutl, 1.000 kr fyrir hvern klukkutíma (500 kr fyrir hálftíma). Taka skal inn í tímann sem það tekur að keyra til félagsmanns og aftur heim til sín.
  • Félagsmaður á ekki að biðja um aðra aðstoð en samningur sjálfboðaliðans segir til um. Ef samkomulag er um að bæta við verkefni þá er því bætt í samninginn með vitneskju ábyrgðaraðila.
  • Félagsmaður ber að virða tímamörk, t.d. að hringja eingöngu virka daga á daginn, biðja um skutl með helst dags fyrirvara, undirbúa sig og gera sjálfur það sem viðkomandi er fær um.
  • Aðstoðin á að vera stuðningur við það sem félagsmaður treystir sér ekki til að gera sjálfur sem og að vera liður í að rjúfa félagslega einangrun. Þannig er stór liður að ræða sín mál við sjálfboðaliðann til að geta metið betur hvað skal gera eða fá stuðning til að ganga í það sem þarf að gera.

Ef sjálfboðaliði þarf að gera athugasemd vegna framkomu félagsmanns ber honum tafarlaust að hafa samband við sinn verkstjórnanda eða ábyrgðaraðila skv. sjálfboðaliðasamningi.

Ef félagsmaður þarf að gera athugasemd vegna framkomu sjálfboðaliðans ber honum tafarlaust að hafa samband við verkstjórnanda eða ábyrgðaraðila skv. sjálfboðaliðasamningi.

Trúnaður og þagnarskylda - átt er við persónulegar upplýsingar sem einstaklingur gefur um sig.

Sjálfboðaliða ber að halda trúnað yfir öllu því sem félagsmaður tjáir sér um sig.

Sjálfboðaliði ræðir mál félagsmanns sem hann/hún styður eingöngu við verkstjórnanda sinn, ábyrgðaraðila og/eða trúnaðarmann KLS sem allir eru bundnir trúnaði.

Félagsmenn sem fá aðstoð og stuðning sjálfboðaliða ber að halda trúnað yfir upplýsingum sem viðkomandi leggur út um sjálfan sig.

Þagnarskylda helst þó aðstoð og stuðningur við félagsmann hættir.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥