Áhersla 1 – að félagsmenn nái að koma sér út úr félagslegri einangrun og/eða einangrist ekki félagslega (t.d. eftir meðferð, við dvöl á áfangaheimili, við að fá félagslega íbúð, vegna veikinda o.fl.).
Áhersla 2 – að félagsstarfið snúist um jákvæð og uppbyggjandi mannleg samskipti.
Áhersla 3 – að félagsstarfið hæfi mismunandi hópum (t.d. eftir aldri, kyni, áhuga, getu og heilsu).
Þátttaka á félagsfundum Kærleikssamtakanna (KLS)
Leggjum okkur fram við að viðhalda jákvæðum og uppbyggjandi mannlegum samskiptum.
Félagsmenn eru beðnir um:
Við biðjum félagsmenn að muna að hvert okkar hefur sína sögu og hvert okkar er í misjafnri stöðu í dag. Félagsstarf KLS snýst ekki um að bjarga fólki úr sínum aðstæðum, að vera meðvirkur eða fá aðra til að vera meðvirka með sér. Leggjum okkur fram um að virða mörk hvors annars.
Hér er hver á sínum forsendum. Félagsstarf KLS snýst um að við leggjum okkur fram eftir bestu getu til að hlusta á aðra, vera kurteis, jákvæð, kærleiksrík og sýna umburðarlyndi. Allt þetta getur reynst erfitt þegar við erum brotin og viðkvæm – en þegar hver og einn gerir sitt besta þá getum við farið sátt heim.
Netfang: felagsstarf@kaerleikssamtokin.is
Ólafur meðstjórnandi og menntaður ráðgjafi er með viðtöl fyrir félagsmenn – gsm. 779 5512
(vinsamlegast athugið/munið að Óli er mest í Noregi og því er 1-2 klst tímamunur)
Samþykkt af stjórn og trúnaðarmönnum 5.7.2022
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥