Engin einstaklingur, sem starfar eða sækir aðild hjá félaginu á að þurfa að þola hvers kyns einelti, ofbeldi eða áreitni. Kærleikssamtökin (KLS) hvetja hvern þann sem kemur að félaginu með einum eða öðrum hætti að tryggja eftir fremsta megni að samskipti sín falli ekki undir þætti eins og:
"eineltishegðun, niðurlægingu, gera stöðugt grín að öðrum, upphefja sig yfir aðra, tala niður til annarra, ýta undir meðvirkni, krefja aðra um aðstoð og stuðning, ásaka aðra, hóta öðrum, setja út á aðra, tala neikvætt um aðra, taka sögum um aðra sem staðreyndum án þess að vita sannleikann, beita andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni í tali eða hegðun".
♥ ♥ ♥
Aðgerðaráætlun:
Áætlun um öryggi og heilbrigði er aðgerðaráætlun um hvernig tekið er á einelti, ofbeldi, áreitni og slysum innan félagsins.
- Hver sá sem verður var við og hver sá sem verður fyrir hvers kyns ofbeldi innan KLS ber að tilkynna það til trúnaðar- eða stjórnarmanna (ekki annarra félagsmanna) eða senda tölvupóst á netfangið felagsstarf@kaerleikssamtokin.is.
Hvenær trúnaðarmenn og hvenær stjórnarmenn taka á kvörtunum:
Stjórnarmenn og trúnaðarmenn (ef starfandi skv. lögum félagsins) bera ábyrgð á að þessari aðgerðaráætlun sé framfylgt.
- Ef upp kemur kvörtun frá félagsmanni sem beinist að öðrum félagsmanni – tekur trúnaðarmaður ásamt varatrúnaðarmanni á málinu.
- Ef upp kemur kvörtun frá félagsmanni sem beinist að stjórnarmanni – eða – ef stjórnarmaður kvartar undan félagsmanni – tekur trúnaðarmaður ásamt varatrúnaðarmanni á málinu.
- Ef engir trúnaðarmenn starfa innan KLS taka tveir stjórnarmenn á málinu.
- Ef upp kemur kvörtun frá félagsmanni sem beinist að trúnaðar- eða varatrúnaðarmanni – eða – ef trúnaðarmenn kvarta undan félagsmanni – taka tveir stjórnarmenn á málinu.
Tilkynningaskylda og trúnaður:
Starf trúnaðarmanna (ef starfandi skv. lögum félagsins) er að vera milligönguaðilar milli félagsmanna og stjórnar. Starf þeirra er að tryggja samvinnu milli stjórnar og félagsmanna til að félagið nái að byggja upp árangursrík og lausnarmiðuð úrræði. Þar af leiðandi ríkir trúnaður við félagsmenn ef þeir koma með almennar ábendingar sem snúa að stjórnarmönnum eða starfi félagsins.
Ef um er að ræða einelti, ofbeldi eða áreitni innan KLS – þá ber trúnaðarmönnum að upplýsa stjórn félagsins um slíkar tilkynningar – og stjórn félagsins ber að upplýsa trúnaðarmenn um slíkar tilkynningar – sama hverjum þær beinast að.
Trúnaður trúnaðarmanna við félagsmenn getur þurft að víkja þegar um er að ræða tilkynningu ofbeldismála – en á ekki við um trúnað sem snýr að öðru sem hefur verið rætt þeirra á milli, s.s. persónulegum umræðum eða almennum ábendingum er snúa að stjórnarmönnum eða starfi félagsins.
Öll slys innan KLS eru skráð og eru trúnaðar-, stjórnar-, félagsmenn og aðrir sem starfa innan KLS upplýstir um þau og teljast þau ekki til trúnaðarmála.
Hvernig brugðist er við:
- hver sá sem tekur við munnlegri kvörtun um hvers kyns ofbeldi – ber að skrá kvörtunina niður á þar til gert eyðublað og tryggja að allar upplýsingar séu réttar með því að biðja kvartanda að lesa yfir og skrifa nafn sitt undir kvörtunina.
- ef leitað er til varatrúnaðarmanns (ef starfandi skv. lögum félagsins) ber honum að upplýsa trúnaðarmann strax um málið og afhenda honum kvörtunina.
- trúnaðarmaður (ef starfandi skv. lögum félagsins) er ábyrgðaraðli kvartana ef um er að ræða kvörtun félagsmanns um annan félagsmann og kvörtun félagsmanns sem beinist að ákveðnum stjórnarmanni eða öfugt.
- formaður eða meðstjórnandi er ábyrgðaraðli kvartana ef um er að ræða kvörtun félagsmanns sem beinist að öðrum trúnaðarmanni eða öfugt. Einnig ef engir trúnaðarmenn eru starfandi innan félagsins.
- ábyrgðaraðilinn ræðir við kvartanda um það sem þarf að gera í framhaldi.
- kvartandi tekur ákvörðun um hvað hann vill gera, t.d. hvort hann vill kæra til lögreglu strax, seinna eða yfirhöfuð, ef hann er hvattur til að fara í læknisskoðun þá ræður hann því samt sjálfur – kvartandi ræður einnig hvort hann sé viðstaddur þegar rætt er við þann sem kvartað er undan eða hvort hann kjósi nafnleynd.
ábyrgðaraðila ber þó að fara eftir aðgerðaráætlun þessari og felur það ávallt í sér að tryggja að hvers kyns ofbeldi eða áreitni fái ekki að viðgangast innan KLS.
- ábyrgðaraðili ákveður, eftir alvarleika máls, hvaða aðgerð úr aðgerðaráætlun þessari þurfi að nota í hverju máli sem getur verði eftirfarandi:
- stig 1 – fylgjast með þeim sem kvartað er undan til að vita hvort ósæmileg hegðun endurtaki sig og hvort hún beinist jafnvel að fleirum, t.d. stundum geta skapsveiflur kallað fram ósæmilega hegðun sem getur beinst að öðrum sem upplifir árás á sig.
til að fyrirbyggja endurtekningu þarf að ræða við þann sem kvartað er yfir, fá botn í málavexti og leita leiða með viðkomandi til að vinna úr sínum skapsveiflum.
-
- stig 2 – ef um miðlungs alvarleg brot er að ræða, s.s. framkomu sem er markvisst notuð til að láta öðrum líða illa, hindra viðkomandi, einangra eða þrýsta á að taka þátt í einhverju sem viðkomandi ekki vill.
ræða svo fljótt sem auðið er við viðkomandi og upplýsa um kvörtun, með félagsmanni sem kvartaði ef viðkomandi vill vera með eða virða nafnleynd.
ef kvartandi er viðstaddur viðtal við þann sem kvartað er undan þarf ábyrgðaraðili að hafa annan aðila með, úr hópi trúnaðar- eða stjórnarmanna.
-
- stig 3 – ef um alvarleg brot er að ræða þar sem hegningarlög eða önnur lög ráða ferð, ber trúnaðar- og stjórnarmanni að tilkynna þau á rétta staði til 3ja aðila.
Hvað þarf að tryggja:
- tryggja þarf öryggi kvartanda fyrst og fremst og tryggja að viðkomandi fái þá aðstoð sem nauðsynleg er sem miðast fyrst og fremst við þá upplifun sem viðkomandi hefur á aðstæðurnar og telur sig þurfa stuðning við.
stuðningur og öryggi getur verið í formi viðtals/viðtala innan eða utan KLS, að fara með viðkomandi til 3ja aðila til að fá áfallahjálp, fara í læknisskoðun eða kæra mál ef þörf er á.
- tryggja þarf að sá sem kvartar fái þann tíma sem viðkomandi þarf til að upplýsa um málið – ef viðbótar upplýsingar koma síðar ber að skrá dagsetningu við þær.
muna þarf eftir að sá sem kvartar getur hafa orðið fyrir ofbeldi um tíma og að um endurtekningar sé að ræða gagnvart sér, slíkt getur komið fram í viðtölum eða þegar viðkomandi hefur skilið áhrif ofbeldisins.
- tryggja þarf að sá sem er kvartað undan fái þá aðstoð og stuðning sem nauðsynlegur er – að viðkomandi hafi jafnmikið aðgengi að trúnaðarmanninum eins og kvartandi eða öðrum aðila sem hann treystir og getur komið að umræðum og úrlausn málsins.
muna þarf eftir að sá sem kvartað er undan getur geti verði í þeirri stöðu að gera sér ekki grein fyrir áhrifum hegðunar sinnar, slíkt getur komið fram í viðtölum eða þegar viðkomandi hefur skilið áhrif hegðunar sinnar.
- ábyrgðaraðilar, trúnaðar- og stjórnarmenn ber að fylgja málinu og hluthöfum eftir þar til tryggt er að eineltið eða ofbeldið sé ekki lengur til staðar.
Frávísun félagsmanna ef þörf er á:
Ákvörðun um brottvísun má taka á stjórnarfundum og lokuðum félagsfundum skv. síðustu mgr. 5. gr. laga félagsins.
Ef um er að ræða alvarlegt ofbeldi eða síendurtekna hegðun sem fellur undir ofbeldi, getur stjórn félagsins tekið ákvörðun um brottvísun á stjórnarfundi og félagsmenn geta lagt þá tillögu eða beiðni fram á lokuðum félagsfundum.
Um brottvísum gildir 8. gr. Brottvísun úr félagi og IX. Kafli Viðurlög í lögum nr. 110/2021.
Félagsmaður sem brottvísunin snýr að hefur 30 daga til að leggja fram andmæli.
Viðbrögð og skráningar á slysum innan félagsins:
Fyrstu viðbrögð er að hlúa að þeim sem slasaðist og kalla eftir nauðsynlegri aðstoð – annað hvort á einhvern innan staðarins eða hringja á sjúkrabíl ef um alvarlegt slys er að ræða.
Öll slys ber að skrá niður á þar til gert eyðublað.
Hver sem starfar innan KLS hefur leyfi til að skrá niður slys á þar til gert eyðublað. Skal það gert svo fljótt sem auðið er og tryggt að allar upplýsingar komi fram, tala við þann slasaða ef hægt, við aðra sem voru viðstaddir til að fá heildarmynd á það sem gerðist.
Ábyrgðaraðili slysa er stjórn félagsins sem heldur utan um allar skráningar og tryggir nauðsynlegar úrbætur. Farið yfir verklag, aðbúnað og annað sem þarf til að tryggja að slíkt slys endurtaki sig ekki.
Trúnaðar-, stjórnar-, félagsmenn og aðrir sem starfa innan KLS eru upplýstir um slys og teljast þau ekki til trúnaðarmála.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥