1. RÉTT AÐLEIÐSLA Í STJÓRNMÁLUM SEM BYGGIR Á MANNRÉTTINDAKERFI
Neyðarástand á Íslandi. Yfirlýsing og kynning Kærleikssamtakanna fyrir kosningarnar í október 2017 vegna stöðu þáverandi stjórnmálaflokka í landinu og ástandsins innan þeirra og á milli þeirra.
Í fyrsta lagi nær þessi yfirlýsing og kynning til einstaklinga sem vilja sjá og upplifa raunverulegar breytingar hjá stjórnmálaflokkum og styðja það að unnið verði að því að leiðrétta launakjör, uppræta þá fátækt og ofbeldi sem búið er að koma á í landinu og að öll þau kerfi sem þjóðin er þjökuð af verði endurskoðuð með það markmið að koma á jafnvægi = réttri aðleiðslu = réttlæti = mannréttindum byggð á kærleika.
Í öðru lagi nær þessi yfirlýsing og kynning til félagasamtaka í landinu sem vilja sjá að starf sitt fái mun meira vægi svo taka megi réttilega og raunhæft á þeim vandamálum sem sífellt skapa meiri brotaþola á mörgum sviðum.
Í þriðja lagi nær þessi yfirlýsing og kynning til stjórnmálaflokks sem er tilbúin að byggja upp samstarf við einstaklinga og félagasamtök í gegnum Kærleikssamtökin og láta af núverandi aðferðum sem augljóslega skapa ójafnvægi = ranga aðleiðslu = óréttlæti = mannréttindabrot.
♥ ♥ ♥
2. SAMSTARF VIÐ EINSTAKLINGA
Einstaklingsvandi margra er tvenns konar. Upphaflegi vandinn (áföll í barnæsku, veikindi, sjúkdómur, ástand og aðstæður) er einn vandi þeirra en svo bætist við alls konar kerfisvandi sem hefur margvíslegar aukaverkanir. Bataferli er því í mörgum tilfellum gagnslaust og við vitum að einstaklingum er m.a. kennt um að þeir nái ekki að yfirstíga SINN vanda. Þegar vandinn er augljóslega orðin að þessum tvenns konar vanda vill engin kannast við og hvað þá taka á kerfisvandanum sem búið er að troða upp á marga.
Þessi ranga aðleiðsla veldur því að við lifum við REFSIKERFI í öllum kerfum en ekki eingöngu fangelsiskerfinu. Því skiptir engu hversu margir samningar sem styðja við aukin mannréttindi eru undirritaðir og innleiddir því íslensk löggjöf er bæði í ósamræmi við þessa samninga og þau eru brotin hvívetna af stjórnmálamönnum, flokkum og opinberum stofnunum.
Ég, Sigurlaug hef sagt að allir á Íslandi búi við refsikerfi. Mér var bent á að svo er ekki þar sem þeir ríku búa við annað en refsikerfi. Eftir á kom til mín skilningur á að við búum öll við sama kerfi = sömu lög EN þar sem sumir komast upp með að brjóta lögin þá geta þeir hagnast á og það í gegnum kerfin sem fjársvelta almenning. En lög landsins ná jafnt yfir alla ríkisborgara svo við búum öll við sama refsikerfi.
Nokkur atriði sem tengjast SAMSTARFI við EINSTAKLINGA:
Mynda tengsl og samstarf við einstaklinga - ræða um og skilgreina vandann svo fólk verði fyrir vitundarvakningu og nái að skilja uppsetningu og áhrif þess vanda sem hér um ræðir, sem er einstaklingsvandi vegna nútíma þrælahalds = fátækt. Ræða hvernig einstaklingsvandi verður til fyrir tilstilli kerfana og aukaverkanir af þeim, einnig hvernig viðhorfsvandi og refsikerfin viðhalda flækjunni sem við búum við.
Starf Kærleikssamtakanna er farvegur = aflið að þessu samstarfi. Saman getum við stigið fram og haft þau áhrif að útrýma rangri aðleiðslu = ranglæti = mannréttindabrotum og innleiða rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika, með nýrri hugsjón, nálgun og útfærslu.
Aflið í þjóðfélaginu Á AÐ VERA TIL JAFNS við aflið í félagasamtökum og í stjórnmálum.
Með því næst að leiðrétta þá spillingu sem hefur verið til staðar vegna þess viðhorfsvanda og kerfisvanda sem ríkir í stjórnmálum og hefur alla tíð gert. Þannig næst að útrýma þeim kerfisvanda sem myndar refsikerfin sem við lifum við og hægt verður að innleiða mannréttindakerfi byggt á kærleika. Ef einstaklingar, félagasamtök og stjórnmálaflokkar, sem eru tilbúnir að starfa á réttum grundvelli, standa saman og samþykkja nýja hugsun, nýja nálgun og nýja útfærslu = rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika – þá munum við sjá betra samfélag á öllum sviðum.
Fyrir hverja einustu kosningar halda margir að við verðum svo heppinn að fá NÚNA inn á þing flokk og fólk sem vinnur starf sitt eins og þeim ber að gera. Ef það gerðist, að inn á þing kæmi flokkur, sem ynni starf sitt eins og þeim ber að gera, þá væri það ekki pólítík í eðli sínu.
Svo þeir sem fara í pólítík – trúa á pólítík og ætla að leiða landið í gegnum pólítik. Þar með er það sannað, að þeir eru ekki neitt nýtt afl, heldur segir það okkur eingöngu, að þessi nýji hópur fólks sem stofnað hefur nýjan flokk og er fullt bjartsýni – skilur eða skilur ekki pólítík sem ranga aðleiðslu og fer því fram með því að halda og lofa að þau geti stjórnað landinu á annan hátt en pólítík gerir. Það væri eins og að ætla sér að mjólka hest í staðin fyrir kú en fá samt mjólk.
Staðreyndin er sú að við stöndum frammi fyrir því að það er búið að fullreyna pólítík og löngu komin tími til að stöðva þá röngu aðleiðslu sem þar hefur viðgengist. Þá stöndum við frammi fyrir því að skilja ekki hvað mögulega getur komið í staðin. Hins vegar eru fjölmargir sem gera sér grein fyrir því og aðrir fjölmargir sem hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því. Fyrri hópurinn er fólkið sem er núna að tala um að mynda þurfi eitthvað nýtt sem kemur í staðin fyrir stjórnmálaflokka núna og að koma þurfi þessu liði á Alþingi burt með öllum ráðum. Síðari hópurinn eru þeir sem á síðustu árum og jafnvel áratugum hafa breytt lífsháttum sínum til hins betra, sem hafa einblítt á sjálfbærni á ýmsum sviðum, sem hafa stofnað skólakerfi, margs konar fyrirtæki, matvælafyrirtæki, hópa, þorp, samskipti og allt mögulegt sem leggur ríka áherslu á þá þætti sem við vitum að vantar inn í núverandi kerfin. Við sjáum því nýja hugsun, nýja nálgun og nýja útfærslu = rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika á mörgum stöðum og þær aukast sífellt.
Í gegnum Kærleikssamtökin er farvegur = aflið sem mun leiða þessar breytingar í gegn með því að innleiða nýja hugsun, nýja nálgun og nýja útfærslu = rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika í samstarfi sínu við einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og aðrar stofnanir sem nauðsynlegar eru til að halda upp MANNRÉTTINDAKERFI byggt á kærleika.
Hvað er farvegurinn = aflið?
Aflið er farvegurinn sem táknar kærleika milli manna og þar með mannréttindi.
Engu þarf að lofa, því í gegnum – samvinnu sem byggir á mannréttindum – er hægt að horfast í augu við staðreyndir og sannleika, svo lausnir með hagsmuni allra að leiðarljósi verða að veruleika.
Við vitum öll innst inni hvað er að í þjóðfélaginu, hvað þarf að laga og hvernig þarf að laga það.
Samvinna Kærleikssamtakanna byggir á þessum eðlilegu þáttum.
Svo þegar aflið hefur tekið við sem farvegur þá mun ekki lengur vera þörf fyrir baráttu eins og við þekkjum í dag því MANNRÉTTINDAKERFIÐ sér til þess að jafnvægi ríki.
♥ ♥ ♥
3. SAMSTARF VIÐ FÉLAGASAMTÖK
Rétt aðleiðsla, með nýrri hugsjón, nálgun og útfærslu = réttlæti = mannréttindum byggð á kærleika, verður til þess að hægt er að uppræta nútíma þrælahald = fátækt og byggja upp batakerfi þar sem endurhæfing, örorku- og/eða starfsgetumat, meðferðir og öll úrræði eru byggð upp með bata í huga - sem samræmist réttmætri getu og þörf - einstaklinga og fjölskyldna.
Þar sem fagleg þekking félagasamtaka getur verið mun stærra innlegg inn í kerfin en er nú og að rödd félagsmanna þeirra sé metin mun meira að verðleikum. Allt sem felur í sér að uppræta refsikerfið sem við öll búum við og byggja upp nýtt og heilbrigt MANNRÉTTINDAKERFI.
Batakerfi í mannréttindakerfinu þar sem einstaklingar með vanda eru í batastarfi.
Starfsgetumatið sem reynt var að láta taka við af örorkumati er því röng aðleiðsla, röng leið sem í öðrum löndum leiddi til alls konar alvarlegs aukavanda, sem kerfið olli en leysti ekki þann vanda sem var til staðar. Margir einstaklingar urðu fyrir barðinu á þessum alvarlega aukavanda og sem virtist ekki skiljast hjá stjórnmálakerfinu. Margar rangar aðleiðslur í kerfinu valda því að við lifum við refiskerfi í öllum kerfum en ekki eingöngu fangelsiskerfinu.
Vandinn í þjóðfélaginu er víðtækur og birtist í mörgum mismunandi myndum og misjafnlega hjá hinum mörgu hópum sem hafa orðið til og sem mörg félagasamtök eru hvert fyrir sig að einblína á. Kærleikssamtökin líta svo á að grunnvandann er nútíma þrælahald = fátækt og sem er til fyrir tilstilli refsikerfis, þ.e. heilbrigðis-, mennta-, o.fl. kerfa.
Refsikerfin hafa skapað fátækt, sundrung og glundroða – en eru sömu kerfi sem eiga að taka á málum út frá mannréttindalögum og fjölmörgum samningum sem búið er að innleiða.
Til staðar er einnig VIÐHORFSVANDI og KERFISVANDI.
VIÐHORFSVANDINN skiptist í marga þætti þar sem hver “hópur” hefur skilning á sínum afmarkaða vanda og þeirra sem þjást af sama vanda. Fólk einangrast því í hóp af fólki með sama vanda eða situr eitt heima hjá sér. Hér er um að ræða einstaklingsvanda. Er með því meint veikindi, sjúkdóm, ástand, áföll og aðstæður, félagsleg einangrun o.fl. - sem er allt tengt fátækt á ýmsum sviðum og sem skapa viðkomandi einstaklingi vanda í lífinu.
KERFISVANDINN er sá að kerfin ná ekki að grinnka á ýmsum vanda hjá mörgum hópum í þjóðfélaginu - sem kerfið sjálft kom af stað, viðheldur og eykur ár frá ári. Það þarf ekki sífellt fleiri nefndir, stjórnmálaflokka eða mótmæli - heldur þarf að uppræta ranga aðleiðslu í kerfinu og innleiða nýja hugsun, nýja nálgun, nýja útfærslu = rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika.
Nokkur atriði sem tengjast SAMSTARFI við FÉLAGASAMTÖK:
Mynda tengsl og samstarf við félagasamtök - sem verða áhrifamikil saman með félagsmönnum sínum. Skýr markmið þeirra og ólíkt starf í þágu sinna félagsmanna, er grundvöllur fyrir samstarfi sem felst fyrst og fremst í því, að nota markvisst nýja hugsjón, nýja nálgun og nýja útfærslu. Mörg félagasamtök eru nú þegar með rétta hugsjón og nálgun en útfærlsuna til að ná fram áhrifum og raunverulegum breytingum þarf að dýpka. Þetta samstarf við félagasamtök mun leiða af sér skilning á áhrifum mismunandi refsikerfa og afleiðingar þess að stjórnvöld sinna ekki hlutverki sínu. Það er löngu búið að sanna sig að það góða starf sem mörg félagasamtök hafa lagt fram – er ekki að ná að draga úr einstaklingsvandanum í landinu. Vegna þess ná margir einstaklingar ekki að vinna sig út úr sínum einstaklingsvanda og alls ekki þeim aukavanda sem kerfin valda. Það eina sem við sjáum er aukin fjöldi einstaklinga í vanda.
Aflið í félagasamtökum Á AÐ VERA TIL JAFNS VIÐ aflið í stjórnmálum og í þjóðfélaginu.
Með því næst að leiðrétta þá spillingu sem hefur verið til staðar vegna þess viðhorfsvanda og kerfisvanda sem ríkir í stjórnmálum og hefur alla tíð gert. Þannig næst að útrýma þeim kerfisvanda sem myndar refsikerfin sem við lifum við og hægt verður að innleiða mannréttindakerfi byggt á kærleika. Ef einstaklingar, félagasamtök og stjórnmálaflokkar, sem eru tilbúnir að starfa á réttum grundvelli, standa saman og samþykkja nýja hugsun, nýja nálgun og nýja útfærslu = rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika – þá munum við sjá betra samfélag á öllum sviðum.
Hér kemur þetta myndrænt:
FÉLAGASAMTÖK STJÓRNMÁLAFLOKKUR KÆRLEIKSSAMTÖKIN
Hvert félag er með Kerfin – Skerðingar Tilgangur – Aðferðir
þekkingu á sínu sviði Fátækt – Húsnæðisvandi Samstarf – Lausnir
þau innleiða nýja þekkingu þau innleiða nýjan grunn þau innleiða nýja dýpt
= ÞEKKINGARAFL = EFNISLEGT AFL = ANDLEGT AFL
SAMSTARF v/ FÉLAGASAMTÖK: SAMSTARF v/ STJÓRNMÁLAFLOKK: RÉTT AÐLEIÐSLA:
Byggir á því að tengja störf Byggir á því að röng aðleiðsla Reglulegir fundir með
félagasamtaka svo að uppfæra sé gefin upp á bátinn og ný félagasamtökum og
megi þjónstu og þekkingu rétt aðleiðsla tekin upp stjórnmálaflokkum
þannig að hver sá sem sem þýðir (1-2 aðilar frá hverjum
sem leitar til einna fái að kosningaloforð sem koma að fundum).
aðstoð við að komast á verði ekki notuð Upplýsingaflæði á
réttan stað. Einnig þurfa heldur að atkvæðin milli funda til að allt
félagasamtök að huga að séu tilkomin vegna sýnilegs sé uppi á borðum.
því að margir þurfa samstarfs við félög og Skráningarblöð með
margvíslega þjónustu og hópa sem hafa þekkingu málefnum, nálgun og
aðstoð sem fæst á nokkrum og geta bæði leiðbeint aðferðum eru
stöðum. Samstarf og sinnt margvíslegum undirskrifuð í staðin
milli félagasamtaka málefnum og einstaklingum fyrir kosningaloforð.
felst því fyrst og fremst í alls konar vanda – að vægi Samstarfið/Umræður
í því að þurfa aldrei að vísa þeirra og aðkoma sé metin eru höfð aðgengileg
neinum einstaklingi frá. og höfð að leiðarljósi. fyrir almenning.
Þegar búið er að vinna tillögur sem á að nota þá eru þær lagðar fyrir almenning til samþykkis. Þeir sem eru ósammála og vilja ekki samþykkja gefst kostur á að koma fram með sína tillögu – og sem verður þá að byggja á þekkingu, stöðugleika og raunhæfum aðferðum og aðgerðum. Verður það tekið til skoðunar og upphaflegri tillögu mögulega breytt.
Allt þetta samstarf er félaga og flokksbundið – sem þýðir að hagsmunir almennings eða sérstakra hópa er ávallt grundvöllur fyrir starfinu og þeim tillögum sem leiddar verða fram. Með þessu verður líka tekin burt sá liður að einstaklingar geta notfært sér leiðir, aðferðir, loforð, útilokun, hunsun, lygar, fyrirtæki sín o.fl. sér til hagsmuna á kostnað þjóðfélagsins.
♥ ♥ ♥
4. SAMSTARF VIÐ STÓRNMÁLAFLOKK
Það, að berjast fyrir aðra er það sama og að taka sér vald án þess að hafa til þess umboð. Á meðan stjórnmálaflokkar fara þá leið mun ekkert annað gerast en að stjórnmálakerfið viðheldur sér (gamla leiðin = gamla aflið).
Stjórnmálaflokkar eiga/þurfa að fá umboð sem er samþykki fólksins í landinu (ný leið = nýtt afl).
Munurinn á gömlu og nýju leiðinni er sá að nýja leiðin = rétt aðleiðsla er byggð á samstarfi. Með þessu nýja formi munu allir hafa áhrif og taka þátt og því verður leiðtogahlutverkið eins og við þekkjum í dag ekki lengur nauðsynlegt. Hver verður þá sín eigin rödd, sinn eigin leiðtogi.
LAUSNIN VERÐUR ÞÁ AÐ UPPRÆTA FÁTÆKT = LAUSNIN SJÁLF VIÐ ÖLLUM VANDA.
Skilningur þarf að færast frá því að vera/þurfa að berjast, yfir í það, að koma fram með LAUSNIR við fátækt til að útrýma fátækt.
Þeir sem skilja geta hafið samstarf svo koma megi á MANNRÉTTINDAKERFI byggt á kærleika.
Hjálpa þarf fólki að skilja (vitundarvakning sem veldur skilningi) svo hver geti skilið sjálfan sig – til að hver verði fær um að leita að/finna lausn við sínum eigin vanda = sjálfstæði. Hver verður þá sín innri rödd, sinn eigin leiðtogi (ný leið = nýtt afl).
LAUSNIR VERÐA SJÁLFKRAFA TIL FYRIR TILSTILLI VITUNDARVAKNINGAR OG SKILNINGS.
Það að berjast fyrir aðra er einmitt ein hlið þrælahaldsins og þar sem það kallar eingöngu það fram að viðkomandi kemst í leiðtogastólinn – þá getur það ekki leitt af sér annað en vald til að stjórna öðrum (gamla leiðin = gamla aflið).
Hið eina rétta er að berjast fyrir sjálfan sig (þó það sé ekki rétt hugtak – heldur að standa með sjálfum sér). Hvert okkar hefur eingöngu getu til að gera slíkt og er það lögmál sem engin okkar getur breytt og sem við öll erum bundin við.
Að Vitundarvakning sem veldur Skilningi sé aðferð sem veldur Lausnum.
Samhengi í skrifum, fræðslu, umfjöllunum = að koma með eitthvað sem allir skilja – þarf að innihalda aðferð sem hægt er að nota á allan vanda. Með því að fjalla um hvað/hver er rót vandans og hvað/hver viðheldur vandanum hverju sinni – þá verður vitundarvakning um vandann – hver sem hann er. Þá skiptir ekki hvort vandinn sé fátækt, skilningsleysi, getuleysi, kæruleysi, ábyrgðarleysi, valdaleysi, þrælahald eða áfall, áfengis- og vímuefnavandi, sorg, einmannaleiki geðraskanir o.s.frv. Því þá sést einstaklingsvandinn, viðhorfsvandinn og kerfisvandinn. Með því að skilja hvern vanda fyrir sig, aðskilja þá og vinna með, opnast sjálfkrafa rými = tækifæri til að finna/nota/beita réttri aðleiðslu, nýrri hugsjón, nýrri nálgun, nýrri útfærslu sem byggir á lausnum við nútíma þrælahaldi = fátækt á mörgum sviðum.
Ein manneskja, ein samtök, einn flokkur eða einn mótmælendahópur getur ekki upprætt fátækt þar sem það er heimsvandi og birtist á mörgum sviðum, s.s. í gegnum peningaleysi, skilningsleysi, getuleysi, kæruleysi, ábyrgðarleysi, valdaleysi, stuðningsleysi, fataleysi, matarleysi o.s.frv.
Samstarf þarf líka að skiljast á nýjan hátt:
Með þessu móti verða hagsmunir ALLRA hafðir að leiðarljósi.
Með þessu móti verður MANNRÉTTINDAKERFI til.
Hlusta á Viðtal á Útvarp Sögu um þrælahald nútímanns frá júlí 2017.
Nokkur atriði sem tengjast SAMSTARFI við STJÓRNMÁLAFLOKKA:
Umbreyta þarf aðferðinni sem hingað til hefur verið notuð hjá stjórnmálaflokkum til að komast á þing – Kosningar og Kosningaloforð. Sú aðferð er röng aðleiðsla og því er hægt að svíkja loforðin um leið og viðkomandi flokkur er komin á þing.
Með samstarfi Kærleikssamtakanna við einstaklinga, félagasamtök og stjórnmálaflokka sem eru tilbúinir að starfa á réttum grundvelli, myndast sterkt afl sem verður farvegur. Með því verður til rétt aðleiðsla í stjórnmálum sem byggir á MANNRÉTTINDAKERFI.
Ef stjórnmálaflokkar vilja ekki samstarf við einstaklinga og félagasamtök í landinu þá er ljóst að mjög stór hópur = einstaklingar sem leita til margra félagasamtaka, aðstandendur þeirra, jafnvel vinir og aðrir stuðnings- og félagsmenn, munu/geta/vilja ekki kjósa neinn flokk. Með þessari réttu aðleiðslu er verið að breyta frá gömlu aðferðinni = gamla aflinu yfir í nýtt form með réttri aðleiðslu, nýrri hugsjón, nýrri nálgun og nýrri útfærslu = réttlæti = mannréttindum byggð á kærleika. Með þessu móti verða hagsmunir ALLRA hafðir að leiðarljósi.
Aflið í félagasamtökum Á AÐ VERA TIL JAFNS VIÐ aflið í stjórnmálum og í þjóðfélaginu.
Með því næst að leiðrétta þá spillingu sem hefur verið til staðar vegna þess viðhorfsvanda og kerfisvanda sem ríkir í stjórnmálum og hefur alla tíð gert. Þannig næst að útrýma þeim kerfisvanda sem myndar refsikerfin sem við lifum við og hægt verður að innleiða mannréttindakerfi byggt á kærleika. Ef einstaklingar, félagasamtök og stjórnmálaflokkar, sem eru tilbúnir að starfa á réttum grundvelli, standa saman og samþykkja nýja hugsun, nýja nálgun og nýja útfærslu = rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika – þá munum við sjá betra samfélag á öllum sviðum.
♥ ♥ ♥
5. KÆRLEIKSSAMTÖKIN SEM ALMENN FÉLAGASAMTÖK GERA TILKALL TIL SÆTIS Á ALÞINGI
Hvaðan kom þetta árið 2017?
Víst að Alþingi leyfir greinilega metna öryrkja, sem sagt metna óstarfhæfa einstaklinga að taka að sér og hefja starf á Alþingi, burt séð frá því hversu lítið/mikið þeim mun takast að sinna starfi sínu – hvað er það sem hefur þá valdið því að það er ekki fyrr en árið 2017 sem öryrkjar komast á þing og verða þar með hátekjulaunaðir öryrkjar? Sennilegast hafa þeir aldrei reynt það fyrr.
En hvernig var ferilskrá þeirra? Hvar var hún lögð fram? Hvernig var atvinnuumsóknin þeirra? Hvar var hún lögð fram? Hver mat ferilskránna og atvinnuumsóknina? Hver samþykkti að metnir óstarfandi öryrkjar fengu starfið? Eftir hvaða lögum hlutu þeir tveir nýkjörnu metnu óstarfandi öryrkjar starfið sem þau eru nú komin í?
Hver á og hver ræður nýja vinnustaðnum þeirra, Alþingi? Hvaða reglur gilda þar um hver ráðin er í störf þangað inn? Hver ákveður hvaða störf eru laus hverju sinni? Hver auglýsir störf þar laus til umsóknar? Hver heldur utan um starfsumsóknirnar? Hver tekur starfsviðtal við þá sem sækja um störf á Alþingi? Hvað var sótt um? Hver ákveður að hver sé hæfastur í starf á Alþingi? Hvenær voru störfin á Alþingi, sem allir nýkjörnir stjórnmálamenn voru ráðnir í eftir kosningarnar, auglýst laus til umsóknar?
Án þess að hafa farið í djúpa rannsóknarvinnu á lagalegum þáttum varðandi störf á Alþingi til að fá svör við þessum spurningum, þá hef ég rýnt í staðreyndir og sannleika á merkingunni. Óskiljanlegi þátturinn sem blasir við er sá – hvernig standi á því að störf á Alþingi geti verið launuð störf af skattpeningi almennings?
Hvernig er það hægt, þar sem almenn félagasamtök, þar með talin stjórnmálaflokkur, íþrótta-, skák- og fag- og stéttarfélög, samtök vinnuveitenda, mannúðar- og menningarfélög – mega eingöngu starfa á eftirfarandi grundvelli; Markmið almennra félagasamtaka er ekki að afla félagsmönnum tekna og samrýmist það því ekki tilgangi slíkra félaga að ráðstöfun eigna (við slit) sé til félagsmanna sjálfra.
Hvernig er hægt að meta og komast að þeirri niðurstöðu að stjórnmálaflokkar og einstaklingar í þeim, sem hafa aldrei sótt um nein lagalega rétt auglýst störf, eigi rétt á launum til kjörinna einstaklinga frá ríkinu, sem sagt skattpeningum almennings? Á meðan öll önnur almenn félagasamtök þurfa að reiða sig á sjálfboðastörf fórnfúsra einstaklinga?
Þar sem ríkið sýslar með skattpeninga almennings, alveg eins og lífeyrissjóðirnir sýsla með lífeyrisgreiðslur almennings – hvaðan kemur þá réttur þeirra til þess að sinna slíkum störfum? Hvaðan kemur réttur þeirra til að ákvarða laun sín, bílakostnað (fría bíla og bílstjóra í vinnu), bónusa, nefndargreiðslur, arðgreiðslur o.fl. sem fellur til þeirra? Hvaðan kemur réttur þess sem auglýsir ekki þessi störf og ræður einstaklinga með nægilega menntun, reynslu og þekkingu í þessi störf?
Kærleikssamtökin (voru) almenn félagasamtök alveg eins og stjórnmálaflokkar árið 2017. Þar af leiðandi gerðu þau tilkall til þess að starfa á sama grundvelli og stjórnmálaflokkar, þ.e.a.s. að formaður eigi erindi við þjóðina með þá húgsjón að koma á Mannréttindakerfi á Íslandi. Þar með eigi formaðurinn erindi inn á Alþingi. Einhverju síðar var rekstrarformi stjórnmálaflokka breytt og flokkast þeir núna sem "starfsemi stjórnmálaflokka". Kærleikssamtökin eru síðan apríl 2022 almannaheillafélag (fta).
Skýringar með þessum lið:
Svo ekki sé um villst þá telja Kærleikssamtökin algjörlega frábært að Flokkur fólksins og þá sér í lagi öryrkjar hafi komist á Alþingi. Þess var mikil þörf og þetta var stórt skref. Það sem við erum að leggja áherslu á með þessum lið er að, þar sem stjórnmálaflokkar flokkast sem almenn félagasamtök, að þá ættu önnur félagasamtök einnig að geta komist að á Alþingi.
Annað atriði sem er enn stærra - er hver auglýsti eftir stjórnmálamönnum og hvaða starfslýsing var til staðar?
Kærleikssamtökin eru hér fyrst og fremst að draga fram þætti sem virkilega þarf að breyta. Almenningur hefur aldrei neitt að segja um hvaða réttindi eða skyldur stjórnmálamenn og -konur þurfa að þeirra áliti að hafa til að geta sinnt starfinu fyrir þjóðina. Þetta þarf að leiðrétta. Þess vegna eru ekki lögð nein loforð fram sem blinda almenning heldur snýst málið um að það þarf að koma þjóðinni út úr þrælahaldinu = fátækt.
Loforð stjórnmálamanns sem leiðir flokk og fær aðra í lið með sér til þess að geta hagnast á því - viðheldur þrælahaldinu.
Mannréttindakerfi sem er óháð lagaumhverfi - gengur út á að miðla þekkingu til almennings til þess að uppræta þrælahald = fátækt. Slíkt kerfi getur því eingöngu tryggt mannréttindi fyrir alla hópa þjóðfélagsins.
Mannréttindaflokkur er því ekki stjórnmálaflokkur því hann byggir á mannréttindum. Eina leiðin til þess að verða kjörinn flokkur er að vera skráður sem stjórnmálaflokkur því það er kerfið sem er til staðar núna. Mannréttindaflokkurinn getur svo ekki annað en umbreytt kerfinu í mannréttindakerfi þar sem hann starfar á grundvelli mannréttinda.
♥ ♥ ♥
6. MANNRÉTTINDAKERFI SKIPT ÚT FYRIR STJÓRNMÁLAFLOKKA
HVAÐ ER AÐLEIÐSLA?
Mannkynsagan segir okkur að við höfum lifað við þrælahald, leiðtogastýringu, valdníðslu, kúgun, misnotkun og ofbeldi af öllum toga = rangri aðleiðslu = ranglæti = mannréttindabrot. Augljóst er í dag að við lifum í og við þær afleiðingar sem þessi ranga aðleiðsla hefur orsakað. Mannkynsagan sýnir okkur líka hverjir bjuggu til, nota og beita þessari röngu aðleiðslu. Áður fyrr voru það kóngar, drottningar og einstaklingar sem sátu í einhvers konar hásæti og stýrðu landi og þjóð. Þessi hásæti gerðu þessum einstaklingum kleift að beita rangri aðleiðslu og hafa þeir sjaldan þurft að bera ábyrgð á oft hrikalegum afleiðingum sinna verka. Í dag kallast þessi hlutverk og hásæti öðrum nöfnum eins og leiðtogar en þó sérstaklega stjórnmálamenn. Afleiðingarnar sem við lifum við í dag hafa með þessari rangri aðleiðslu verið komið í nútíma búning sem við segjum að sé nútíma þrælahald. Fátækt er þar í fararbroddi.
Enn þann dag í dag er röng aðleiðsla notuð og leyfð. Hvað er til ráða?
Auðvitað að laga aðleiðsluna. Taka ranglætið út og setja inn réttlæti. Ranglæti getur aldrei skapað neitt annað en mannréttindabrot. Til þess að kalla fram breytingar þarf að laga vandamálið (orsökina). Það er gert með því að leysa það gamla af hólmi og koma á jafnvægi = réttri aðleiðslu = réttlæti = mannréttindum byggð á kærleika.
Neyðarástand á Íslandi - árið er 2017 (sama staðan er enn árið 2024).
Starfandi stjórnmálaflokkar á Alþingi í dag og undanfarin ár eru eins og pólítískir sértrúarsöfnuðir. Þeir eru rót þess vanda sem almenningur lifir við. Refsikerfi hefur viðgenst á Íslandi sem hefur valdið þeirri fátækt sem margir lifa við og gert öðrum útvöldum kleift að mjólka þjóðarbúið svo um munar og koma milljónum undan.
Út frá hegningarlögum, mannréttindalögum og í raun öllum lögum þá segja lögin að leitast eigi eftir að finna lagabrotið (orsökina) og þann sem braut lög (þann sem olli skaðanum). Síðan er viðkomandi dæmdur í samræmi við lögin og sem er skilgreint að viðkomandi beri ábyrgð á gjörðum sínum (með refsingu/fangelsisvist). Þegar kemur að stjórnmálum þá hverfur þessi lagalega leið. Fyrir vikið gerist það að þeir sem bjuggu til, nota og beita þessari röngu aðleiðslu bera ekki lagalega ábyrgð á gjörðum sínum. Stjórnmálin eiga kerfin sem þjóna þeirra eigin hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.
Kerfin eiga okkur.
Ef við líkjum þessu við ofbeldissamband þá vitum við að fórnarlambið getur ekki komið sér út úr sambandinu nema að átta sig á að um ofbeldissamband sé að ræða. Það sama á við um gerandann, hann þarf að skilja að hann er að beita ofbeldi. Hins vegar er þarna falinn þáttur sem fæstir vilja skilja en sem er grundvöllur svo ofbeldið geti raunverulega hætt.
Það er að bæði fórnarlambið og gerandinn verða að vilja að ofbeldissambandinu ljúki. Fórnarlambið verður að segja og sýna í verki að það vill ekki láta beita sig ofbeldi og gerandinn verður að segja og sýna það í verki með því að hætta að beita ofbeldinu. Þessu er nákvæmlega eins farið í stjórnmálum, því samband stjórnmálamanna og almennings er ekkert annað en ofbeldissamband, þar sem stjórnmálamenn beita ofbeldinu og almenningur verður fyrir því.
OFBELDISSAMBAND ER STÖÐVAÐ MEÐ RÉTTRI AÐLEIÐSLU.
♥ ♥ ♥
7. ÁSKORUN TIL VIRKRA FÉLAGASAMTAKA MEÐ SKÝRA STEFNU
Árið 2017. Þar sem stjórnmálaflokkar á Íslandi eru almenn félagasamtök, eins og svo mörg félög sem starfrækja sjálfboðavinnu og koma um leið með veigamikið starf, þekkingu, forvarnir, úrvinnslu og aðhlynningu í ýmsu formi – þá skora Kærleikssamtökin hér með á virk félagasamtök með skýra stefnu, til að taka höndum saman til að lyfta starfi sínu upp á það plan að vera virk á Alþingi.
Það er löngu komin tími til að sú þekking og það veigamikla starf sem félagasamtök hafa byggt upp, nýtist þjóðinni á þann hátt að leiðrétta megi þann skaða sem refsikerfin hafa valdið. Sú aðleiðsla sem notuð er í dag er röng en mun leiðréttast með samstarfi fulltrúa félagasamtaka, þar sem hver með sitt sérsvið og þekkingu, taka höndum saman og byggja upp Mannréttindakerfi.
Það þarf að leysa af hólmi þann skrípaleik sem á sér stað á Alþingi og hjálpa stjórnmálamönnum að koma með lausn á þeim vanda sem þeir hafa skapað. Hugsið ykkur peningana sem fara til spillis við að leyfa stjórnmálamönnum, núna annað árið í röð, að eyða mörgum vikum í að spjalla saman til þess eins að reyna að komast að niðurstöðu um hverjir geta unnið saman. Þegar alveg ljóst er að engin þeirra er sammála um eitt né neitt af því sem þarf að vera í lagi í landinu. Nú er komið nóg!
Þessi áskorun til félagasamtaka felst í samvinnu um að koma fram með Mannréttindakerfi á Íslandi og innleiða inn í það þær leiðir, aðferðir, aðhlynningu, aðkomu, fagmennsku og þekkingu – til að mynda heilsteypt kerfi sem byggir á réttri aðleiðslu = mannréttindum byggð á kærleika á öllum sviðum.
Þannig munum við sjá gríðarlegar breytingar í þjóðfélaginu, bæði hvað varðar þá hópa sem verst verða úti og lifa við fátækt, heimilisleysi, heilsubrest og ófullnægjandi endurhæfingu og jafnvægi verður miðjupunkturinn hvað varðar ólíka hópa og mismunun. Kærleikssamtökin eru tilbúin með uppsetningu á starfsendurhæfingarkerfi.
Aðrir þættir, s.s. launamál í landinu, landbúnaðarkerfið, sjávarútvegsmál og fjármálakerfið þarf að endurbyggja og taka út ýmis vandkvæði sem valda hraðri örorku og uppgjöf margra og auka sífellt við hin fyrrnefndu vandamál. Taka þarf á hringrásinni sem veldur og viðheldur nútíma þrælahaldi = fátækt.
Rétt aðleiðsla, með nýrri hugsjón, nálgun og útfærslu = réttlæti = mannréttindum byggð á kærleika, verður til þess að hægt er að uppræta nútíma þrælahald = fátækt og byggja upp batakerfi þar sem endurhæfing, örorku- og/eða starfsgetumat, meðferðir og öll úrræði eru byggð upp með bata í huga - sem samræmist réttmætri getu og þörf - einstaklinga og fjölskyldna.
Þar sem fagleg þekking félagasamtaka getur verið mun stærra innlegg inn í kerfin en er nú og að rödd félagsmanna þeirra sé metin mun meira að verðleikum. Allt sem felur í sér að uppræta refsikerfið sem við öll búum við og byggja upp nýtt og heilbrigt MANNRÉTTINDAKERFI.
Batakerfi í mannréttindakerfinu þar sem einstaklingar með vanda eru í batastarfi.
Vandinn í þjóðfélaginu er víðtækur og birtist í mörgum mismunandi myndum og misjafnlega hjá hinum mörgu hópum sem hafa orðið til og sem mörg félagasamtök eru hvert fyrir sig að einblína á. Kærleikssamtökin líta svo á að grunnvandann er nútíma þrælahald = fátækt og sem er til fyrir tilstilli refsikerfis, þ.e. heilbrigðis-, mennta-, o.fl. kerfa.
Refsikerfin hafa skapað fátækt, sundrung og glundroða – en eru sömu kerfi sem eiga að taka á málum út frá mannréttindalögum og fjölmörgum samningum sem búið er að innleiða.
Til staðar er einnig VIÐHORFSVANDI og KERFISVANDI.
VIÐHORFSVANDINN skiptist í marga þætti þar sem hver “hópur” hefur skilning á sínum afmarkaða vanda og þeirra sem þjást af sama vanda. Fólk einangrast því í hóp af fólki með sama vanda eða situr eitt heima hjá sér. Hér er um að ræða einstaklingsvanda. Er með því meint veikindi, sjúkdóm, ástand, áföll og aðstæður, félagsleg einangrun o.fl. - sem er allt tengt fátækt á ýmsum sviðum og sem skapa viðkomandi einstaklingi vanda í lífinu.
KERFISVANDINN er sá að kerfin ná ekki að grinnka á ýmsum vanda hjá mörgum hópum í þjóðfélaginu - sem kerfið sjálft kom af stað, viðheldur og eykur ár frá ári. Það þarf ekki sífellt fleiri nefndir, stjórnmálaflokka eða mótmæli - heldur þarf að uppræta ranga aðleiðslu í kerfinu og innleiða nýja hugsun, nýja nálgun, nýja útfærslu = rétta aðleiðslu = réttlæti = mannréttindi byggð á kærleika.
Hér er hægt að lesa ritið með Heildarlausnum Kærleikssamtakanna.
♥ ♥ ♥
Kærleikssamtökin eru að koma fram með Mannréttindakerfi á Íslandi.
Hver sá sem vill Mannréttindakerfi á Íslandi og þannig vera laus við þrasið, upphefðina, launamismuninn, baráttuna, ranglætið, fátæktina, þrælahaldið, ofbeldið, valdið og valdabaráttuna af hálfu stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka – geta nú valið Mannréttindakerfi byggt á kærleika í samstarfi við Kærleikssamtökin.
Einstaklingar, Félagasamtök og Stjórnmálaflokkar geta strax í dag valið Mannréttindakerfi byggt á kærleika í samstarfi við Kærleikssamtökin.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ VERA ÞÁTTTAKANDI Í MANNRÉTTINDAFLOKKI KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt aðstoða við að byggja upp nýjan stjórnmálaflokk, Mannréttindaflokk Kærleikssamtakanna, með þátttöku sem sjálfboðaliði og/eða sem meðlimur þá fer skráning fram hér. Haft verður samband við þig fljótlega.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥