ÉG ER ÞESS VIRÐI er úrræði sem heldur utan um einstaklinga til styttri eða lengri tíma – allt eftir þörfum. Það byggir á samstarfi þess sem nýtir sér úrræðið og þess sem aðstoðar viðkomandi. Í úrræðinu felst utanumhald á þáttum sem snerta daglegt líf, s.s. mataræði, svefn, hreyfingu, áhugamál, nám, fjármál, vinnu, félagsskap og samskipti við sína nánustu og umhverfið.
Til þess að fá meiri upplýsingar eða skrá ykkur í úrræði vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfang kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥