Tilgangur hverrar deildar er að halda utan um afmarkaða starfsemi og verkefni.
BÆKURNAR – verið er að vinna í því að koma bókunum í útgáfuform, fyrsta bókin kom út í nóvember 2018, bók tvö í ágúst 2019 og þriðja bókin des 2024. Sigurlaug, stofnandi Kærleikssamtakanna byrjaði að skrifa þær 2012 en bækurnar fjalla um veikinda- og bataferlið hennar við geðröskunum. Allur ágóði bókanna rennur óskertur til Kærleikssamtakanna - sjá nánar. Í nóvember 2024 var Sjálfshjálp bókaútgáfa Kærleikssamtakanna stofnað með það fyrir augum að styðja einstaklinga að gefa út sína sögu, hvers kyns batasögu eftir áföll - sjá nánar.
ÉG ER ÞESS VIRÐI – byggir á viðtölum og verkefnamöppu, sem mótaðist samhliða sjálfstyrktarnámskeiði á Litla Hrauni árið 2008-9, sem var notað í styrktarverkefni árið 2010 og sem er hluti af virkni- og stuðningsúrræðinu sem Kærleikssamtökin starfa út frá í dag. Hægt er að nota úrræðið sér, sem forvörn, sem eftirfylgni og samhliða öðrum meðferðarúrræðum. Sjá nánar.
FANGAR Í NÝJU LJÓSI – styrktarverkefni á vegum Evrópuráðs með yfirskriftinni Evrópuár 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun. Kærleikssamtökin hlutu styrk til að vinna verkefni með einstaklingum utan fangelsis (sem höfðu setið inni). Kærleikssamtökin höfðu verið með vikuleg sjálfstyrktarnámskeið inn á Litla Hrauni árið 2008-9. Á þeim tíma varð verkefnamappan og langtíma úrræðið ÉG ER ÞESS VIRÐI til og sem var einnig notað í þessu styrktarverkefni, þá í hóp en síðar með einstaklingsviðtölum. Var þetta tvennt undirstaða að virkni- og stuðningsúrræðinu sem hefur það markmið að byggja upp sterkan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Þó verkefnamappan hafi tengst föngum í upphafi þá einskorðast hún ekki við einstaklinga í þeirri stöðu, heldur nýtist hverjum sem er. Sjá nánar og bækling um verkefnið.
FÉLAGSHEIMILI m/ VIRKNI OG STUÐNIGNSÚRRÆÐI – samhliða því að Kærleikssamtökin urðu almannaheillafélag í apríl 2022, var ákveðið að breyta frá því að starfsrækja verndaðan vinnustað yfir í félagsheimili, sem talið er eiga betur við. Starfið og verkefnin verða þau sömu, þ.e. að vera með húsnæði undir starfsdeildir, sal þar sem hægt er að vera með félagsfundi, fyrirlestra, námskeið o.fl. fyrir félagsmenn. Sjá nánar.
KÆRLEIKSSVEITIN – er starf sem byrjar á götunni. Að nálgast og kynnast einstaklingum sem eru heimilislausir með allan tilheyrandi vanda sem því fylgir. Hefur þetta starf verið unnið frá byrjun árs 2018. Þá bjuggu nokkrir þeirra sem Kærleikssamtökin höfðu aðstoðað á götunni, á áfangaheimili þeirra í Safamýri árið 2020 og sumum er enn í dag fylgt eftir. Sumir hafa fallið og eru aftur á götunni eða neyðarskýli, aðrir hafa farið í meðferð og eru á öðrum áfangaheimilum eða í annarri búsetu og sumir hafa fengið félagslegt húsnæði. Sjá nánar.
MANNRÉTTINDI – er deild sem varð til við að aðstoða heimilislausa einstaklinga í lok ársins 2017 til að sækja rétt sinn hjá velferðarkerfinu. Koma Kærleikssamtökin að ýmsum málum einstaklinga, má þar nefna að einstaklingar eru fastir á götunni árum saman eða í neyðarskýli, fyrirspurnir eru hunsaðar, beiðnir ekki afgreiddar, lítið tekið mið af menntun, starfsferli, þekkingu eða áfallasögu og litið á óreglu sem veikleika og getuleysi en ekki sjúkdóm. Þar af leiðandi eru gerðar óraunhæfar kröfur til einstaklinga í afar erfiðum aðstæðum. Mörg erindi hafa verið skrifuð með einstaklingum til sveitarfélaga, úrskurðarnefnda, ráðuneyta o.fl. aðila, fundir verið setnir og lagðar fram tilllögur að úrbætum fyrir einstaklinga. Sjá nánar.
RÉTTUR TIL HEIMILIS – markmiðið var alltaf að láta það verða að veruleika að starfrækja áfangaheimili fyrir heimilislausa einstaklinga, bæði þá sem koma af götunni og úr fangelsi. Leggja áherslu á að aðstoða jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu. Þar væri einstaklings- og sjálfsstyrktar úrræðið ÉG ER ÞESS VIRÐI notað til að nálgast, aðstoða og starfa með hverjum og einum. Úrræðið er hluti af virkni- og stuðningsúrræði sem samtökin nota í öllu starfi sínu. Saman byggja þessi úrræði á samstarfi með markvissri nálgun, utanumhaldi, virkni og stuðning til handa einstaklingum. Sjá nánar.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥