Yfirlýsing á þagnarskyldu stjórnar- og trúnaðarmanna KLS

Á aðalfundi félagsins þann 19.6.2023 lét einn meðstjórnandi af störfum, varamaður stjórnar varð meðstjórnandi og nýr varamaður í stjórn var kosin.

Stjórnar- og trúnaðarmenn eru jafnframt félagsmenn samtakanna. Eins og um félagsfundina segir þá eru félagsmenn beðnir um "að muna að trúnaður ríkir á félagsfundum KLS – það sem þú heyrir geymir þú hjá þér eða ræðir við einhvern innan hópsins."

Hjá Kærleikssamtökunum á að vera hægt að ræða öll mál og vinna úr samskiptum eða öðru sem kemur upp hverju sinni. Nauðsynlegt er að meðhöndla mál í trúnaði innan félagsins. Þannig leitum við til hvors annars og eigum að fá aðstoð og stuðning til að takast á við dagleg samskipti. Þar sem því er oft þannig farið að einstaklingar þekkja hvorn annan og hvað hver er að ganga í gegnum - þá eru mál, aðstæður og líðan okkar innan félagsins oft rædd okkar á milli.

Mikilvægt er fyrir alla að muna eftir því að fara ekki með upplýsingar um mál einstaklinga út fyrir félagsfundi, stjórnarfundi og starf samtakanna almennt.

Að við ræðum mál félagsmanna ekki við fjölskyldu okkar eða vini utan félagsins.
Þagnarskylda þessi nær sérstaklega yfir störf stjórnarmeðlima og trúnaðarmanna.

  • Að virða trúnað í málum einstaklinga innan KLS.
  • Að upplýsa stjórn og trúnaðarmenn um mál sem upp koma og ræða ákvarðanir sem þarf að taka hverju sinni.
  • Að stjórn og trúnaðarmenn séu fyrirmynd og starfi samkvæmt ákvörðunum um:
    • þátttöku á félagsfundum KLS.
    • verlags- og siðaramma KLS.
    • öryggi og heilbrigðisáætlun KLS (aðgerðaráætlun við ofbeldi og áreiti).
    • persónuverndar- og öryggisstefnu KLS.
  • Að stjórnarmenn ræði ekki stjórnarstarf KLS við félagsmenn og alls ekki við óháða aðila.
  • Að trúnaðarmenn ræði trúnaðarstörf og mál einstaklinga sem til þeirra leita sín á milli og séu meðvitaðir um hvaða mál þarf að leggja fyrir stjórnina, félagsfundi eða ef vinna þarf mál út frá áætlunum og stefnum KLS.

Hér með samþykkja stjórnar- og trúnaðarmenn Kærleikssamtakanna með undirskrift sinni þagnarskyldu og trúnaði í garð hvors annars og félagsmanna hjá samtökunum.

Samþykkt og undirritað af stjórn og trúnaðarmönnum 19.6.2023

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥