RÉTTUR TIL HEIMILIS er verkefni sem Kærleikssamtökin fóru af stað með árið 2017 til að koma áfangaheimili á laggirnar. Var staðið að söfnun fram á vor 2018 með von um að geta keypt hús í Safamýri en sem ekki náðist. Frá byrjun janúar 2020 og út janúar 2021 var húsið þó leigt og þar rekið áfangaheimili. Eftir það hefur þeim einstaklingum sem vildu verið fylgt eftir.
Sífellt fleiri verða heimilislausir, fólk fer hring eftir hring , þ.e. inn og út af geðdeild, inn og út úr meðferð, kannski inn á áfangaheimili eða þá aftur á götuna. Margir flakka á milli áfangaheimila, sofa á sófum hjá ættingjum eða kompum og bílakjöllurum, einvherjir búa í bílum sínum eða hjólhýsum á meðan aðrir eru fastir í neyðarskýlum borgarinnar og jafnvel svo árum skiptir. All margir sofa úti og ganga á veturnar hring eftir hring alla nóttina til að halda á sér hita. Staða heimilislausra á Íslandi er skelfileg og mörg sveitarfélög hafa ekki einu sinni neyðarskýli til að bjóða fólki neyðaraðstoð.
Kærleikssamtökin eru með tilbúið form af þrepaskiptu áfangaheimili með virkni- og stuðningsúrræði sem þau telja að þurfi að koma á laggirnar, til að einstaklingar nái raunverulegri fótfestu í lífinu eftir langvarandi félagslega einangrun sökum fátæktar, óreglu, heimilisleysis og langvarandi áfallasögu.
Hvert okkar á lagalegan rétt til heimilis þann tíma sem við lifum.
Þegar úrræðið ÉG ER ÞESS VIRÐI þróaðist var alltaf sú sýn á að geta rekið þrepaskipt áfangaheimili til að mæta einstaklingum á mismunandi stað. Grípa hvern þar sem viðkomandi eru staddur og byggja svo upp samstarf með úrræðinu. Einnig var alltaf sú sýn að reka samhliða verndaðan vinnustað með starfstöðvum. Vera auk þess með eftirfylgni eftir þörfum þegar einstaklingur er tilbúin að flytja af áfangaheimili og góður stöðugleiki væri komin á líf viðkomandi. Stuðningsnet, félagsskapur, góð samsetning af mataræði, svefn og hreyfingu, nám eða starf við hæfi. Ef örorka og skert vinnugeta þá að mæta því. Ef þörf væri á meðferðum samhliða þessari uppbyggingu þá kæmi það til viðbótar. Með breytingu á Kærleikssamtökunum í almannaheillafélag í apríl 2022, var ákveðið að hverfa frá hugtakinu "verndaður vinnustaður" yfir í "félagsheimili Kærleikssamtakanna".
Samsetningin á þessu úrræði, áfangaheimili og félagsheimili er frábrugðin því sem þekkist. Alls staðar er um að ræða samstarf við einstaklinginn sjálfan, einstaklingsmiðuð nálgun, virkni og stuðningur. Samningur er gerður eins og um er að ræða í daglegu lífi og allir þættir teknir með inn í úrræðið og sem gilda á áfangaheimilinu og félagsheimilinu. Um er að ræða langtíma úrræði og er þá einstaklingsbundið hversu mikla aðstoð hver þarf. Eitt aðalatriðið er að ná einstaklingsmiðuðum markmiðum og árangri – og í framhaldi þarf viðkomandi að ná að viðhalda þeim. Í því liggur tíminn og eftirfylgnin þegar viðkomandi er komin i annað húsnæði, er orðin öryrki, námsmaður eða fer út á vinnumarkaðinn.
Uppsetning þrepaskipts áfangaheimilis m/ virkni- og stuðningsúrræði er:
AF GÖTUNNI – GRUNNUR – STYRKUR – JAFNVÆGI
3 mánuðir – 3-9 mán – 3-9 mán – 3-9 mán
Tími alls: 12-30 mánuðir auk eftirfylgni eftir þörfum í 1-2 ár eftir útskrift.
Gert er ráð fyrir að fylgja hverjum einstaklingi eftir í 3-5 ár.
Til þess að fá meiri upplýsingar vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfang kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥