STJÓRNARSTARF MANNRÉTTINDAFLOKKSINS
Kærleikssamtökin fta (almannaheillafélag) standa að stofnun Mannréttindaflokksins.
Stjórn samtakanna eru formaður, 2 meðstjórnendur og 1 varamaður.
Stjórn Mannréttindaflokksins er í mótun - verið er að ákveða fjölda stjórnarmanna og verið er að vinna samþykktir flokksins.
Stjórnarmeðlimir flokksins verða fleiri en í stjórn samtakanna - og lagt er til að stjórn samtakanna sé hluti af stjórn flokksins.
Stjórn Kærleikssamtakanna: Stjórn Mannréttindaflokksins:
1 Formaður er líka 1 Formaður
2 Meðstjórnendur eru líka 2 Meðstjórnendur
1 Varamaður er líka 1 Varaformaður/Framkvæmdastjóri
þar að auka bætast við 5 Varamenn - sem eru formenn flokkseininga í 5 kjördæmum
Formenn flokkseininga í 5 kjördæmum landsins bjóða sig ekki fram til sveitastjórna eða Alþingis - heldur sinna því starfi að tryggja gott samstarf kjörinna fulltrúa flokksins við almenning í sínu kjördæmi.
Staðan hjá Kærleikssamtökunum er sú að formaður er kosin í 5 ár og hefur því sæti til ársins 2027. Þá hefur 1 meðstjórnandi ákveðið að bjóða sig fram til næstu 2ja ára en kosning fer fram á næsta aðalfundi samtakanna (2025). Það vantar því 2 einstaklinga, 1 í sæti meðstjórnanda og 1 í sæti varamanns. Miðað við fyrirkomulagið sem kynnt er hér að ofan þá vantar auk þess í stöðu 5 varamanna hjá Mannréttindaflokknum.
Alls er því leitað að 7 einstaklingum - 1 einstaklingi sem tæki sæti sem meðstjórnandi í stjórn flokksins og samtakanna - 1 einstaklingi sem væri varaformaður flokksins og varamaður hjá samtökunum - 5 einstaklingum sem væru varamenn og væru óháðir stjórnarsetu hjá samtökunum en væru þess í stað formenn flokkseininga eða kjördæma í landinu (Reykjavíkurkjördæmi - Norðvesturkjördæmi - Norðausturkjördæmi - Suðurkjördæmi - Suðvesturkjördæmi).
Allt starf flokksins mun einkennast af nýrri hugsjón, nýrri nálgun og nýrri útfærslu og þar á meðal mótun flokksins frá upphafi.
Þess vegna er ekki búið að mynda stjórn og samþykktir félagsins eða ákveða fjölda stjórnarmanna.
Kosning í stjórnarstörf flokksins sem og til framboðs verður með öðrum hætti en tíðkast til að uppfylla nýja hugsjón, nálgun og útfærslu.
Þessi nýja útfærsla er með þessum hætti:
Með þessu móti er ný hugsjón og ný nálgun uppfyllt.
Að svo stöddu erum við að einblína á að finna einstaklinga í stjórn Mannréttindaflokksins með þessum hætti til að stofna flokkinn.
Samhliða er unnið að samþykktum flokksins sem verða ræddar og endanlega ákveðnar fyrir stofnfund - þær verða kynntar fyrir almenningi og munu áhugasamir geta tekið þátt í mótun þeirra. Hér er minnt á að mannréttindi verða að vera sýnilegt leiðarljós í tilgangi og markmiðum flokksins.
Í framhaldi verður hugað að myndun flokkseinginga (kjördæma) um landið, myndun stjórnar hjá þeim og kosið í sæti til framboðs.
STARF MANNRÉTTINDAFLOKKSINS
Verið að vinna að sér vefsíðu flokksins.
Upplýsingar um nánara starf og framvindu Mannréttindaflokksins verður á þessari vefsíðu þar til verða þær aðgengilegar á næstunni.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ VERA ÞÁTTTAKANDI Í MANNRÉTTINDAFLOKKI KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt aðstoða við að byggja upp nýjan stjórnmálaflokk, Mannréttindaflokk Kærleikssamtakanna, með þátttöku sem sjálfboðaliði og/eða sem meðlimur þá fer skráning fram hér. Haft verður samband við þig fljótlega.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥