STYRKTARLEIÐ 5 Sjálfboðastarf

STYRKTATLEIÐ 5

Störf innan Kærleikssamtakanna eru unnin að mestu leyti í sjálfboðastarfi. Um er að ræða störf sem skapast eftir því hvað er verið að takast á við hverju sinni. Kunnátta og þekking margra sem hafa menntað sig, starfað til fjölda ára en svo orðið að hörfa frá og eru félagslega einangraðir, eru einstaklingar sem við erum meðal annars að leyta að.

Störfin tengjast tilgangi og markmiðum samtakanna sem er að aðstoða einstaklinga aftur út á við eftir að hafa verið fastir um tíma vegna t.d. félagslegrar einangrunar, fátæktar, heimilisleysis, slysa/veikinda, óreglu eða áfalla. Þá er nauðsynlegt og gott að geta komið inn í verndað umhverfi og mætt sjálfum sér þar sem maður er staddur og með þá getu og úthald sem hver hefur. Smátt og smátt eykst virknin og getan og jafnvel bætist við kunnáttu, þekkingu eða áhugamál sem ekki var fyrir og hver hefur eitthvað í sínu farteski til að miðla.

Sjálfboðaliðar eru bæði félagsmenn sem taka að sér verkefni innan félagsins og utanaðkomandi aðilar sem leggja samtökunum lið með uppbyggilegum hætti, s.s. með fyrirlestrum, námskeiðum, meðferðum eða öðrum úrræðum. Kærleikssamtökin eru að leita að aðilum með þekkingu sem eru tilbúnir að miðla henni til félagsmanna innan félagsins og hjálpa þannig til við að aðstoða jaðarsetta og viðkvæma hópa út úr erfiðum aðstæðum. Með samstarfi tryggjum við breytingar til að fleiri einstaklingar geti lifað sæmandi lífi á Íslandi.

Félagsmenn geta nýtt sér félagsaðild sína með mismunandi hætti, þ.e. með því að mæta á félagsheimili KLS til að komast í félagsskap, hlúa að sér félagslega, þiggja aðstoð og stuðning við að byggja upp daglega rútínu og huga að heilsunni, byggja upp virkni í litlum skrefum og/eða við vinna sig í gegnum áföll með verkefnamöppu og þeir geta mætt á félagsfundi. Þessir þættir eru til þess að fyrirbyggja og rjúfa félagslega einangrun. Þá geta félagsmenn einnig bætt við sig markvissri virkni sem sjálfboðaliðar með þátttöku í starfi félagsins.

Fyrir fyrirspurnir og beiðni um að gerast sjálfboðaliði vinsamlegast fyllið út hafa samband eða sendið tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥ 

TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥