Bækurnar

Allur ágóði af sölu bókanna rennur óskertur til Kærleikssamtakanna.

Bækur þessar tengjast Kærleikssamtökunum með þeim hætti að stofnandi samtakanna hefur skrifað um veikinda- og bataferli sitt við geðröskunum. Fjalla þær um nálgun og úrvinnslu á geðrænu flækjustigi, með öðrum aðferðum en lyfjum, en ekki er verið að ýta undir að fólk taki ekki lyf eða hætti á lyfjum. Frásögnin segir til um að hægt sé að vinna með sjálfan sig og geðraskanir með margvíslegum aðferðum en hver verður að velja fyrir sig.

Starf Kærleikssamtakanna felst í að aðstoða einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla. Allir þessir þættir fela í sér breytingar og ójafnvægi á geðrænu ástandi. Einstaklingsbundið er hvernig einstaklingur nær að höndla áföll í barnæsku en allt of margir ná ekki fótfestu í lífinu vegna þeirra.

ATH - verið er að setja upp netverslun fyrir bækurnar - þar til er hægt að panta þær með því að smella á Hafa samband en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleiksamtokin.is.

Smelltu hér til að fara á vefsíðuna BÆKURNAR.
Smelltu hér til að lesa um Sjálfshjálp bókaútgáfu Kærleikssamtakanna.

♥     ♥     ♥

Hér er listi yfir bækurnar og útgáfur:

  1. Geðraskanir án lyfja                                                                  kom út 2018.
  2. Geðraskanir og sjálfsvinna                                                    kom út 2019.
  3. Líf án geðraskana                                                                        kemur út 9.11.2024.
  4. Líkamlegt ástand tengt geðröskunum
  5. Líkamlegt ástand tengt heilbrigði
  6. Orkutengd heilsa
  7. Andleg heilsa
  8. Upplýstir myrkraheimar
  9. Heilun
  10. Karma
  11. Jákvæðar og neikvæðar hliðar eiginleikanna
  12. Upplýstir ljósheimar
  13. Uppgjör karmatengsla
  14. ÉG MÁ
  15. Dagbók 1 frá 11.10.2018 til 3.4.2019
  16. Dagbók 2 frá 4.4.2019 til 3.11.2019
  17. Vitnisburðir, nám, dýpri sjálfsvinna, meðvirkni
  18. Hlutleysi
  19. Meðferðir
  20. Meðvirkni og Skuldbinding
  21. Fyrirgefning
  22. Heiðarleg viðurkenning - fyrirgefning
  23. Umbreytingin

 ♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥