Allur ágóði af sölu bókanna rennur óskertur til Kærleikssamtakanna.
Bækur þessar tengjast Kærleikssamtökunum með þeim hætti að stofnandi samtakanna hefur skrifað um veikinda- og bataferli sitt við geðröskunum. Fjalla þær um nálgun og úrvinnslu á geðrænu flækjustigi, með öðrum aðferðum en lyfjum, en ekki er verið að ýta undir að fólk taki ekki lyf eða hætti á lyfjum. Frásögnin segir til um að hægt sé að vinna með sjálfan sig og geðraskanir með margvíslegum aðferðum en hver verður að velja fyrir sig.
Starf Kærleikssamtakanna felst í að aðstoða einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla. Allir þessir þættir fela í sér breytingar og ójafnvægi á geðrænu ástandi. Einstaklingsbundið er hvernig einstaklingur nær að höndla áföll í barnæsku en allt of margir ná ekki fótfestu í lífinu vegna þeirra.
ATH - verið er að setja upp netverslun fyrir bækurnar - þar til er hægt að panta þær með því að smella á Hafa samband en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleiksamtokin.is.
Smelltu hér til að fara á vefsíðuna BÆKURNAR.
Smelltu hér til að lesa um Sjálfshjálp bókaútgáfu Kærleikssamtakanna.
♥ ♥ ♥
Hér er listi yfir bækurnar og útgáfur:
♥ ♥ ♥
VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
♥ ♥ ♥
TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla, með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
♥ ♥ ♥