Mannréttindakerfi KLS

MANNRÉTTINDAKERFI
Hér kemur starf Kærleikssamtakanna fram með því að mynda samstarf við einstaklinga, félagasamtök, stjórnmálaflokka og aðra sem vinna afmarkað að ákveðnum málefnum. Samstarfið felst í því að koma á nýrri hugsjón, nýrri nálgun og nýrri útfærslu – til þess að einstaklingar sem leita eftir aðstoð fyrir sig eða ástvin – geti tengst kerfi sem heldur utan um viðkomandi – kerfi sem er til staðar frá upphafi til enda – kerfi sem er með úrræði og lausnir – kerfi sem leysir vanda og erfiðleika sem hvert okkar á rétt á að fá lausn á.

Þannig kerfi er farvegur fyrir rétta aðleiðslu.
Þannig kerfi er mannréttindakerfi. 

Kerfin sem eru til staðar núna er stýrt í gegnum stjórnmál. Þar sem afleiðingar þeirra kerfa sem stjórnmál hafa komið á fót hafa alla tíð aukið jafnt og þétt við og viðhalda fátækt á mörgum sviðum – þá er ljóst að nýtt afl þarf til – svo að rétt aðleiðsla nái fram að ganga með nýrri hugsjón, nýrri nálgun og nýrri útfærslu. 

Í nóvember 2017 lögðu Kærleikssamtökin fram Mannréttindakerfi byggt á 7 leiðum, sem er farvegur sem byggir á réttri aðleiðslu og leiðir til jafnvægis, til réttlætis, til mannréttinda. 

  • Rétt aðleiðsla í stjórnmálum sem byggir á mannréttindakerfi
  • Samstarf við einstaklinga
  • Samstarf við félagasamtök
  • Samstarf við stjórnmálaflokka
  • Kærleikssamtökin gera tilkall til sætis á Alþingi
  • Mannréttindakerfi skipt út fyrir stjórnmálaflokka
  • Áskorun til virkra félagasamtaka með skýra stefnu

Til að þessi rétta aðleiðsla verði að veruleika þá þarf samstarf.

Kærleikssamtökin leggja hvarvetna áherslu á samstarf og þau hafa síðan 2005-6 leitað eftir samstarfi við fjölmarga aðila. Það er augljóst er bæði kerfin, félagasamtök og einstaklingar eiga erfitt með að sjá fyrir sér þessar breytingar svo erfitt er að taka þátt eða leggja sitt af mörkum til að byggja upp samstarf. 

Samt sem áður kvarta margir og verða fyrir barðinu á kerfunum og margir eru ósáttir við þau og sjálfa/-n sig. Það verður ekki fyrr en að hver og einn ber ábyrgð á sinni hugsjón, sinni nálgun og sinni útfærslu sem raunhæfar breytingar verða. 

Aðalatriðið er að vilja leggja á sig þær breytingar sem hver þarf að gera - til að gera heiminn betri. Mannréttindakerfinu sem hér er lýst og þær leiðir sem fjallað er um - eru lagðar hér fram til að fá fólk til að hugsa. 

Orka Kærleikssamtakanna er kærleikur svo heildarstefna þeirra snýr að því að dreifa og nota kærleika sem grunn inn i kerfin og samstarf milli kerfisins, félagasamtaka og einstaklinga. Með því að tengjast Kærleikssamtökunum og með því að tengja Kærleikssamtökin milli aðila og kerfa er verið að kalla fram samskonar orku sem hægt er að vinna út frá á öllum stöðum. Þannig eru Kærleikssamtökin ekki eitthvað ráðandi afl heldur einfaldlega farvegur kærleika. 

HEILDARLAUSNIR 
Kærleikssamtökin hafa komið að málefnum heimilislausra á árunum 2008-2011 og aftur frá hausti 2017. Miðað við þær vinnuaðferðir sem notast er við i samskiptum og verklagi þá lögðu Kærleikssamtökin fram rit með heildarlausnum sínum á samstarfi við einstaklinga, félög og stjórnmálaflokka, sem var dreift á fjölda staða í PDF formi í nóvember 2018. Felur ritið í sér samskipti, samstarf og samstöðu í nálgun, umræðum og lausnarmiðuðum aðgerðum og verklagi – svo bæði ríki og sveitarfélög nái að uppfylla lagaleg skilyrði þegar í stað.

Enn í dag hefur ekki náðst fótfesta fyrir þessum lausnum en það er oft þannig að þeir sem eru við einhvers konar völd eiga erfitt með að láta af þeim og tileinka sér samstarf sem snertir málefnið ofar sjálfum sér. Það hefur jú sýnt sig um allan heim að stjórnmálamenn margir hverjir telja starf sitt gefa leyfi til að einkavæða eigin hugmyndir en ekki vinna fyrir land og þjóð. Á meðan slíkt er við líði og almenningur kýs það yfir sig aftur og aftur þá ná þessar heildarlausnir ekki fótfestu.

Þegar þetta rit var gefið út var vitað að stjórnmálamenn og önnur félagasamtök myndu misskilja lausnirnar og sjá þær út frá sínum bæjardyrum, sem er að Kærleikssamtökin væru að reyna að taka þá valdastöðu sem þeir sjálfir voru í – en þar liggur jú einmitt misskilningurinn.

Kærleikssamtökin eru farvegur orku og lausnirnar snúa að öllum aðilum en sérstaklega að því að allir starfi, m.a. til þess að uppræta heimilisleysi og fátækt á Íslandi, með því að hefja samstarf og leggja alla áherslu á málefnið - en ekki hver fær stærstu kökusneiðina þegar fjármagni er úthlutað úr ríkissjóði.

Til að koma á nýrri hugsjón, nýrri nálgun og nýrri útfærslu hjá stjórnmálamönnum og starfsfólki ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka – þarf að byrja á því að byggja starfið á þessari breytingu og það sem hún felur í sér.

Þannig þurfa allir að byrja á sjálfum sér.

Einstaklingar sem falla undir þá hópa sem neyðast til að leita til kerfisins og/eða félagasamtaka þurfa einnig að taka þetta atriði til sín og aðlagast nýrri hugsjón, nýrri nálgun og nýrri útfærslu til þess að ná að breyta sínu lífi.

Þær breytingar sem þurfa að koma til, svo að fólkið í landinu upplifi lausnarmiðaðan framgang þar sem allir einstaklingar eru jafn mikilvægir, hvíla jafnt á okkur öllum.

Hér er hægt að lesa um þær 7 leiðir sem Mannréttindakerfi Kærleikssamtakanna byggir á.
Hér er hægt að lesa ritið með Heildarlausnum Kærleikssamtakanna.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ VERA ÞÁTTTAKANDI Í MANNRÉTTINDAFLOKKI KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt aðstoða við að byggja upp nýjan stjórnmálaflokk, Mannréttindaflokk Kærleikssamtakanna, með þátttöku sem sjálfboðaliði og/eða sem meðlimur þá fer skráning fram hér. Haft verður samband við þig fljótlega.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥