Staðsetning: Valkyrjan Bistro & bar er frábær vegan veitingastaður í Skipholti 19 í 105 Reykjavík.
Kynning á höfundum og bókum sem koma út núna fyrir jólin. Höfundar eiga það allar sameiginlegt að hafa tekið þátt í námskeiðinu Höfundaþjóðin en bækurnar eru eins ólíkar og þær eru margar.
Fjórir höfundar munu kynna bækurnar sínar og einnig verður sagt frá fleiri bókum sem eru að koma út núna eftir aðra höfunda sem einnig hafa tekið þátt í námskeiðinu.
Höfundarnir sem verða á staðnum til að kynna bækurnar sínar eru:
Sigríður María Sigurðardóttir - Umbreyting Jólasaga
Sigurlaug G Ingólfsdóttir - Geðraskanir án lyfja
Jóhanna Kristín Atladóttir - Dóttir tímavarðarins
Bára Daníelsdóttir - Vinnubók fyrir sjálfsvinnu
Athugasemdir