Starf Kærleikssamtakanna 2021

Nú hafa Kærleikssamtökin haft rólegt um sig síðustu mánuði eftir að rekstri áfangaheimilsins l Safamýrinni lauk í lok jánúar þessa árs. Við stóðum fyrir þeirri erfiðu stöðu að loka áfangaheimilinu og yfirgefa Safamýrina. Allir sem voru þá í húsinu fluttust yfir á annað áfangaheimili en einn fór í leiguíbúð og hefur haldist samband við þá einstaklinga sem og einstaklingsvinna og aðkoma eftir þörfum að þeirra málum hjá velferðarkerfinu. Við tók hvíldartími eftir mikla vinnu og samhliða hefur verið unnið að því að ljúka ýmsum verkefnum sem stóðu á hakanum og náðist ekki að anna vegna rekstursins.

Þegar við vorum að safna fyrir Safamýrinni í lok árs 2017 vorum við með mannskap með okkur til að sinna þeim hlutverkum sem þurfti að koma að. Sá hópur hvarf frá þegar ekkert varð af leigusamningi né kaupum á húsnæðinu. Tvö ár liðu þar til við óvænt gátum fengið húsnæðið á leigu og ég, Sigurlaug, algjörlega tilbúin að stökkva á þetta tækifæri og opna loksins áfangaheimilið. Auðvitað var stigið út í djúpu laugina með þetta krefjandi verkefni og ekki nægan mannskap til að sinna öllum störfum.

Hins vegar tókst að bjóða all mörgum einstaklingum húsnæði og fullt fæði á þessum tíma. Hver og einn var staddur á sínum stað og sumir náðu einhverri fótfestu á meðan aðrir gerðu það ekki. Í heildina litið má segja að aliir hafi þó lært eitthvað um sjálfa/-an sig á þessum tíma – þar sem það að líta í eigin barm var eitt atriðanna sem unnið var með. Að sýna þolinmæði og stuðning en á sama tíma hafa aðhald við sveiflum þeirra sem voru í húsinu. Það hversu árangur einstaklinganna var misjafn sýnir að tilgangur, markmið og stefnan í rekstri áfangaheimilisins byggir á góðri meðvitund um hvernig slikur staður þarf að starfa til að ná fram varanlegum árangri þeirra sem þar búa. Eru það tveir þættir sem skipta þar sköpum: 1) að sinna þyrfti hverjum einstaklingi í 3-5 ár og 2) að reka verndaðann vinnustað með áfangaheimili.

Nú hefur fleiri áfangaheimili tekið til starfa og nóg er af einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að plumma sig dags daglega því þeir hafa lítið sem ekkert fyrir stafni.  Kærleikssamtökin hafa því ákveðið að næsta verkefni er að opna verndaða vinnustaðinn – sem er ætlaður einstaklingum á áfangaheimilum en líka öryrkjum eða öðrum einstaklingum sem ná ekki fótfestu og eru fastir í fari sem einkennist af erfiðleikum.

Kærleikssamtökin eru komin með húsnæði og verið er að undirbúa þær breytingar sem þarf að gera innanhús. Við munum kynna húsið fyrir ykkur á næstu dögum. Að svo stöddu leitum við að fólki sem getur hjálpað til við undirbúninginn í september og október, allt frá tölvuvinnu, sjá um að afla upplýsinga um ákveðin atriði fyrir vinnustaðinn, gera verðkönnun, leita að gefins hlutum sem við þurfum, taka þátt í söfnunarátakinu með ýmsum hætti, koma að þrifum, smíða- og málningarvinnu eða öðru í húsnæðinu á næstu tveimur mánuðum.

Söfnun fyrir verndaðan vinnustað er hafin og hægt er að velja um nokkrar styrktarleiðir. Aðaláherslan á næstunni eru styrktarsímanúmer sem hægt er að hringja í og styrkja um ákveðna upphæð – sjá hér.

Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur á póstlistann til að fá vikulegar fréttir af framvindu starfsins - sjá neðst á vefsíðunni.

Ef þið getið lagt okkur lið er best að þið sendið skilaboð í gegnum „Hafa samband“ á vefsíðunni, með skilaboðum á FB síðu samtakanna eða með því að senda tölvupóst á netfangið starf@kaerleikssamtokin.is.

Við þökkum fyrir áhuga ykkar og þann stuðning sem okkur var sýndur við rekstur áfangaheimilisins og treystum á áframhaldandi stuðning ykkar í þessu verkefni sem var mótað fyrir nokkrum árum. Verkefni sem getur tryggt fjölda einstaklinga meðferðar- og starfstengdu bataferli, eitt og sér eða sem viðbót við nám, edrúmennsku, endurhæfingu og/eða örorku – til að fóta sig betur upp á við í lífinu.

Kærleikskveðja og með fyrirfram þökk – stjórnin.


Athugasemdir