Markmiðið er að koma Kærleikssamtökunum í hús og opna félagsheimili. Mögulega dagsetur fyrir heimilislausa.
Markmiðið er að skapa aðstöðu til:
- Að halda félagsfundi, fyrirlestra, námskeið og vinnustofur.
- Að skapa aðstöðu þar sem fólk getur komið saman til að fyrirbyggja og rjúfa félagslega einangrun, hvort sem hún er tilkomin vegna fátæktar, heimilisleysis, óreglu eða áfalla.
- Við sjáum fyrir okkur 150-250 fm húsnæði sem má vera bæði iðnaðarbil og skrifstofuhúsnæði. Það væri besti kosturinn til að geta verið með starfsstöfvar sem þurfa að vera í iðnaðarhúsnæði á meðan aðra verða að vera í skrifstofuhúsnæði.
Markmiðið er einnig að geta opnað dagsetur fyrir heimilislausa og leggja grunninn að þrepaskiptu áfangaheimili fyrir jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.
- Þetta húsnæði þarf að vera ca. 100-150 fm og þarfað vera staðsett í eða við miðbæinn.
Á vefsíðunni er að finna umfjöllun um starfið, tilgang, markmið og styrktarleiðirnar 7. Einnig er hægt að lesa helgarviðtal í DV í dag og fá meiri innsýn inn í bakgrunn félagsins, sjá hér.
Með kærleiksþökk fyrir allan stuðning sem berst - saman getum við aðstoð einstaklinga í neyð.
♥ ♥ ♥
Athugasemdir