Kærleikssamtökin eru að safna 10 milljónum til að geta opnað dagsetur fyrir heimilislausa karlmenn.
Einnig er verið að safna 7 milljónum til að geta opnað áfangaheimili eftir meðferð og öðrum 7 milljónum til að geta opnað félagsheimili.
Alls er því verið að safna 24 milljónum.
Hvor þessara verkefna verða í forgangi þegar fjármagnið er komið veltur að mestu leyti á hvernig gengur að fá húsnæði undir starfsemina. Mikil þörf er fyrir alla staðina því margir heimilislausir einstaklingar sem fá gistingu á sófa eru alls ekki í tryggu húsnæði en svo eru aðrir í enn erfiðari stöðu, þeir sem fá inn í Gistiskýli en þurfa að vera úti milli 10-17 nær alla daga og svo þeir sem hvergi komast inn og ganga hring eftir hring á næturnar til að lifa af. Þetta er raunin á Íslandi.
Kærleikssamtökin eru almannaheillafélag og eru skráð í almannaheillaskrá RSK, sem þýðir að skattaafsláttur eru veittur af styrkjum almennings og fyrirtækja á bilinu 10-350.000 kr á ári.
Athugasemdir