SALA Á PENNUM - SÖFNUN FYRIR DAGSETRI

Kærleikssamtökin verða með sölu á pennum dagana 5, 6, 7, 12 og 13 desember.
Við leitum að sölufólki um allt land.
 
Aukatekjur skattfrjáls sölulaun
 

Kærleikssamtökin eru að safna 10 milljónum til að geta opnað dagsetur fyrir heimilislausa karlmenn.
Einnig er verið að safna 7 milljónum til að geta opnað áfangaheimili eftir meðferð og öðrum 7 milljónum til að geta opnað félagsheimili.
Alls er því verið að safna 24 milljónum.

Hvor þessara verkefna verða í forgangi þegar fjármagnið er komið veltur að mestu leyti á hvernig gengur að fá húsnæði undir starfsemina. Mikil þörf er fyrir alla staðina því margir heimilislausir einstaklingar sem fá gistingu á sófa eru alls ekki í tryggu húsnæði en svo eru aðrir í enn erfiðari stöðu, þeir sem fá inn í Gistiskýli en þurfa að vera úti milli 10-17 nær alla daga og svo þeir sem hvergi komast inn og ganga hring eftir hring á næturnar til að lifa af. Þetta er raunin á Íslandi.

Kærleikssamtökin eru almannaheillafélag og eru skráð í almannaheillaskrá RSK, sem þýðir að skattaafsláttur eru veittur af styrkjum almennings og fyrirtækja á bilinu 10-350.000 kr á ári.

Þú getur einnig aðstoðað Kærleikssamtökin með þessa söfnun með því að hjálpa okkur að selja penna og fá skattfrjáls 20% sölulaun fyrir. Við ætlum að vera með sölu fyrstu og aðra helgi  í hverjum mánuði, í alls 5 daga.
Vinsamlegast fylltu  út þetta form til að gerast skrá þig sem söluaðila í þessu átaki og við höfum samband við þig. Styrktarvara til sölu fyrir Kærleikssamtökin
 

Athugasemdir