Ágæti félagsaðili.
Aðalfundur Kærleikssamtakanna almannaheillafélags (fta) verður haldinn þriðjudaginn 22. mars nk. kl. 14:00 og er áætlað að honum ljúki eigi síðar en kl. 15:30.
Fundurinn verður haldinn á aðalbókasafni Kópavogs við Hamraborg á 3. hæð í sal sem heitir Holtið (staðsettur á miðjum ganginum).
Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 10. gr. samþykkta félagsins og laga um félög til almannaheilla nr. 110/2021.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
Framangreind dagskrá verður afgreidd í þeirri röð sem að ofan greinir.
Rétt til setu á aðalfundi hafa, samkvæmt 10. gr. samþykkta félagsins, þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald mánaðarlega síðastliðna 3 mánuði (þ.e. janúar, febrúar, mars).
Rétt til atkvæðisgreiðslu á aðalfundi hafa, samkvæmt 11. gr. samþykkta félagsins, þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald mánaðarlega síðastliðna 6 mánuði (þ.e. október, nóvember, dessember 2024 og janúar, febrúar, mars 2025).
Ekki er boðið upp á rafræna atkvæðisgreiðslu.
Skýrsla stjórnar verður afhent félagsmönnum á aðalfundinum.
Skýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins verða eftir fundinn sett á vefsíðu félagsins eins og lög um félög til almannaheilla gera ráð fyrir.
F.h. stjórnar,
Sigurlaug G. Ingólfsdóttir
Formaður Kærleikssamtakanna
Athugasemdir