Mannréttindaflokkur Kærleikssamtakanna

SLAGORÐ MANNRÉTTINDAFLOKKSINS
Ný Hugsjón – Ný Nálgun – Ný Útfærsla

NÚTÍMA ÞRÆLAHALD
Kærleikssamtökin komu árið 2017 fram með mannréttindakerfi - sem þarf að koma í staðin fyrir núverandi kerfi. Hér er hægt að hlusta á þátt á Útvarp Sögu það ár þar sem umræðuefnið var nútíma þrælahald.

Öll kerfin sem nú eru til staðar, menntakerfi, heilbrigðiskerfi, landbúnaðarkerfi, sjávarútvegskerfi, velferðarkerfi o.s.frv. - byggja öll á sama grunni sem er stjórnmálakerfið.

Stjórnmálakerfið er í grunninn þrælakerfi - eins og við vitum að var viðurkennt kerfi fyrir ekki alls svo löngu.

Stjórnmálakerfið er ennþá það sama en almenningur hefur ekki áttað sig nægilega vel á að þegar viðurkennt þrælahald var lagt niður - þá tók kerfið á sig nýja mynd í skjóli nætur - í stað þess að þrælahaldsformið yrði lagt niður innan stjórnmálakerfisins. 

Þá hafa einstaklingar sem sækjast eftir því að verða stjórnmálamenn og -konur mjög ólíkar sýnir og skilning á stjórnmálakerfinu sem og sjálfum sér. Þess vegna fara margir fram með göfugar hugsjónir og vilja landi og þjóð vel en falla svo í þá gryfju að aðlagast þrælahaldshugsun sem einkennist af valdahug. Sumir sem stíga inn í stjórnmál eru innrættir með þannig hug og þar liggur mesta hættan.

Stjórnmálakerfið getur ekki leyft að einstaklingar komi inn með nýja hugsjón, nýja nálgun og nýja útfærslu.
Stjórnmálakerfið getur ekki leyft nýja aðleiðslu.
Stjórnmálakerfið getur ekki leyft jákvæð og uppbyggjandi úrræði innan kerfisins.
Stjórnmálakerfið getur ekki leyft lausnarmiðuð úrræði fyrir alla.
Stjórnmálakerfið getur ekki leyft jafnrétti fyrir alla.
Stjórnmálakerfið getur ekki leyft mannréttindi á öllum sviðum.
Stjórnmálakerfið getur ekki leyft að kerfið verði mannúðlegt = að þrælahaldshugsun og valdahugsun víki fyrir mannréttindum.

ÓTTINN ER MIKILL
Ótti þeirra stjórnmálamanna sem hætta stafar af fyrir land og þjóð er mikill. Það verður að muna að sá sem verður fyrir óréttlæti upplifir ótta við að vera beyttur hvers kyns óréttlæti (einstaklingsbundið hversu mikið) en að sá sem beytir óréttlæti lifir líka í ótta um að missa valdið eða valdastöðuna sem fylgir því að hafa vald yfir öðrum. Þetta þekkist vel þegar einelti, andlegt/líkamlegt ofbeldi og áreitni á sér stað - en það er alveg eins þegar kemur að þrælahaldi - og þar sem leyfar af því eru enn til staðar í stjórnmálakerfum margra þjóða - þá er um að ræða ofbeldissamband af hálfu stórs hluta stjórnmálamanna við almenning.

Stjórnmálakerfi sem er þrælakerfi í grunninn getur því eingöngu viðhaldið þeirri stefnu.
Stjórnmálakerfi sem er þrælakerfi í grunninn getur því eingöngu viðhaldið stríðsglæpum og sundrung.
Stjórnmálakerfi sem er þrælakerfi í grunninn getur því eingöngu viðhaldið stéttaskiptingu og ójafnrétti.
Stjórnmálakerfi sem er þrælakerfi í grunninn getur því eingöngu viðhaldið útilokun almennings á grunngildum sem ná jafnt yfir alla.
Stjórnmálakerfi sem er þrælakerfi í grunninn getur því eingöngu viðhaldið mannréttindabrotum.
Stjórnmálakerfi sem er þrælakerfi í grunninn getur því eingöngu viðhaldið þrælahaldi sem aðlagast nútímanum hverju sinni.
Stjórnmálakerfi sem er þrælakerfi í grunninn getur því eingöngu viðhaldið leiðum sem gerir stjórnmálamönnum kleift að uppfylla eigin valdafíkn á kostnað almennings.

Þessu þarf að linna!

LAUSNIN
Í raun er það ein lausn sem dugar til þess að koma mannréttindakerfi á.

Þessi lausn er meðvitund.

Meðvitund almennings á þrælakerfinu sem einkennir stjórnmálakerfið og heldur öllum í gíslingu - einnig stjórnmálamönnum því þeir eru jú undir mikilli pressu og ótta við að einhver taki af þeim völdin.
Meðvitund almennings er trygging fyrir því að hægt sé að útrýma þrælakerfinu.
Meðvitund almennings er mikilvægur þáttur til að skilja mannréttindi sín.
Meðvitund almennings er nauðsynlegur þáttur til þess að koma mannréttindakerfinu á laggirnar.
Meðvitund almennings er skilyrði til að byggja betra samfélag fyrir börn okkar og barnabörn.
Meðvitund almennings er lykillinn að vitundarvakningu sem ýtir undir þátttöku í að byggja upp mannréttindakerfið.
Meðvitund almennings er eina lausnin - því þannig skapast ný hugsjón, ný nálgun og ný útfærsla sem byggir á nýrri aðleiðslu sem er jákvæð og uppbyggjandi úrræði innan mannréttindakerfisins, lausnarmiðuð úrræði fyrir alla, jafnrétti fyrir alla, mannréttindi á öllum sviðum.

SAMTSARF
Með Mannréttindakerfi Kærleikssamtakanna frá 2017 voru lagðar út 7 leiðir sem mannréttindakerfið byggir á og þar á meðal samstarf við einstakinga, félagasamtök og stjórnmálaflokka.
Afar mikilvægt er að skilja þetta samstarf sem Kærleikssamtökin lögðu fram því mannréttindakerfið og þar með Mannréttindaflokkurinn sem þau eru nú að stofna - verða að vinna út frá þessu samstarfi á öllum sviðum.
Þetta samstarf - tryggir og krefst - nýja hugsjón, nýja nálgun og nýja útfærslu.
Þetta samstarf - tryggir og krefst - nýja aðleiðslu.
Þetta samstarf - tryggir og krefst - jákvæð og uppbyggjandi úrræði innan mannréttindakerfisins.
Þetta samstarf - tryggir og krefst - lausnarmiðuð úrræði fyrir alla.
Þetta samstarf - tryggir og krefst - jafnrétti fyrir alla.
Þetta samstarf - tryggir og krefst - þátttöku og aðkomu allra.
Þetta samstarf - tryggir og krefst - mannréttinda á öllum sviðum.

ÞÁTTTAKA Í MANNRÉTTINDAFLOKKNUM
Þann 9.11. 2024 verður haldin kynning á Mannréttindaflokknum - sjá hér auglýsingu - 
tímasetning kl. 16-18.

Sama dag verður haldið upp á að 20 ár eru síðan að Kærleikssamtökin voru stofnuð - sjá hér auglýsingu - tímasetning kl. 13-15.

Að lokinni þessari kynningu þarf að mynda stjórn flokksins og halda stofnfund þar sem flokkurinn verður formlega stofnaður. Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn flokksins geta fyllt út þetta form.

  • ath þetta form er eingöngu fyrir þá sem vilja sitja í stjórn.
  • annað form er fyrir þá sem vilja aðstoða við að byggja upp flokkinn með þátttöku eða sem meðlimur án þess að vera í stjórn.
  • hér er hægt að lesa um starf stjórnar.
  • þegar nægar umsóknir um stjórnarsetu hafa borist þá er haldin fundur til að hittast og kynnast.
  • umsækjendur verða kynntir og kosning í stjórnina fer síðan fram á stofnfundi félagsins.

Eftir kynninguna verða haldnir vikulegir Zoom fundir á mánudagskvöldum kl. 20-21 fyrir almenning.
Fyrsti Zoom fundurinn verður mánudaginn 11. nóvember nk.
Slóð á Zoom fundina verður send út á Facebook síðu Kærleikssamtakanna og í frétt hér á vefsíðunni.

  • til að fá tilkynningu um Zoom fundi fyrir Mannréttindaflokkinn er bestað vera búin að "líka við" eða "fylgja" Facebook síðu þeirra.

Zoom fundir fram að jólum verða mánudagana 11. nóvember, 18. nóvember, 2. desember, 9. desember og 16. desember (kl. 20-21).

STJÓRNARSTARF MANNRÉTTINDAFLOKKSINS
Hér er hægt að lesa nánar um stjórnarstarf flokksins.

STARF MANNRÉTTINDAFLOKKSINS
Verið að vinna að sér vefsíðu flokksins.
Upplýsingar um nánara starf og framvindu Mannréttindaflokksins verður á þessari vefsíðu þar til verða þær aðgengilegar á næstunni.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ VERA ÞÁTTTAKANDI Í MANNRÉTTINDAFLOKKI KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt aðstoða við að byggja upp nýjan stjórnmálaflokk, Mannréttindaflokk Kærleikssamtakanna, með þátttöku sem sjálfboðaliði og/eða sem meðlimur þá fer skráning fram hér. Haft verður samband við þig fljótlega.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIKSSAMTAKANNA:
Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS
Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥